Innlent

Áreitti stjúpdætur sínar kynferðislega

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Maðurinn leitaði sér aðstoðar sálfræðings.
Maðurinn leitaði sér aðstoðar sálfræðings. Vísir/Hari
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmanna í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni gegn stjúpdætrum sínum árið 2014.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í að minnsta kosti fimm skipti áreitt aðra stjúpdóttir sína kynferðislega með því að káfa, bæði innan og utan klæða, á maga og rassi stúlkunnar og utanklæða á brjóstum hennar auk þess sem hann kyssti háls hennar og setti tær hennar í mun

Þá var hann ákærður fyrir að hafa kynferðislega áreitt hina stjúpdóttir sína með því hafa farið með hendi inn fyrir bol sem stúlkunnar og strokið yfir brjóst hennar utan á brjóstahaldara. Auk þess sem að ett hendi sína á beran maga hennar og káfað á brjóstum hennar innanklæða á meðan fjölskyldan var í ferðalagi.

Maðurinn játaði brot sín en til refsilækkunar var litið til þess að hann hafði sjálfur frumkvæði að því að greina frá brotum sínum og að leita sér aðstoðar hjá sálfræðingi. Þá flutti hann strax út af heimilinu.

Í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi sótt 19 tíma hjá sálfræðingi og að það hafi verið „einlægur vilji hans að vernda stúlkurnar fyrir frekari skaða og öðlast innsæi í eigin hegðun.“

Dóm héraðsdóms má sjá í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×