Viðskipti innlent

Árdís nýr regluvörður hjá Eik

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Árdís Ethel Hrafnsdóttir.
Árdís Ethel Hrafnsdóttir.
Árdís Ethel Hrafnsdóttir hefur verið ráðin regluvörður Eikar fasteignafélags hf. Árdís er lögfræðingur félagsins og hefur gegnt því starfi frá byrjun þessa árs. Árdís starfaði áður sem lögfræðingur fasteignafélagsins SMI ehf. Rósa Hjartardóttir, fráfarandi regluvörður félagsins, verður staðgengill regluvarðar.

Árdís er með LL.M gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð, og B.Sc. gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst. Árdís mun heyra undir forstjóra og starfa með stjórn félagsins en hún situr jafnframt í stjórnum dótturfélaga Eikar.

Eik fasteignafélag er annað stærsta fasteignafélag landsins. Fjöldi eigna félagsins er um 100 sem telja yfir 271 þúsund fermetra. Virði fjárfestingareigna félagsins er um 62 ma.kr. og heildarfjöldi leigutaka er yfir 400. Helstu eignir Eikar fasteignafélags eru meðal annars Turninn í Kópavogi, Smáratorg, Glerártorg, Nýi Glæsibær, Borgartún 21 og 26, Ármúli 3 og 25-27 og Austurstræti 5,6,7 og 17. Stærstu leigutakar félagsins eru Deloitte, Húsasmiðjan, Fasteignir ríkissjóðs,  Landsbankinn, Rúmfatalagerinn, Skipti og VÍS.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×