Fótbolti

Arda Turan: Ég óska Íslandi til hamingju

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Turan í leik með Tyrkjum.
Turan í leik með Tyrkjum. vísir/getty
Landsliðsfyrirliði Tyrklands reiknar með allt öðruvísi leik á morgun en í Reykjavík síðastliðið haust.

Arda Turan sat fyrir svörum á blaðamannafundi tyrkneska landsliðsins í Konya í dag. Hann byrjaði fundinn á því að óska Íslandi til hamingju með sæti sitt á EM 2016.

„Það er virkilega verðskuldað enda hefur Ísland spilað afar vel í allri undankeppninni. Ég óska Íslandi til hamingju.“

Þetta er lokaleikur liðanna í riðlakeppninni en liðin mættust í fyrstu umferðinni síðastliðið haust. Þá unnu strákarnir 3-0 sigur sem gaf tóninn fyrir undankeppnina.

„Það er alltaf hægt að bæta fyrir töp en við erum ekki að hugsa um það. Þetta er lokaleikurinn í riðlinum og allt önnur stemning í kringum leikinn en þá. Þýðingin er gríðarlega mikið fyrir okkur. Það er allt undir,“ sagði Arda Turan.

Hann reiknar ekki með því að Ísland mæti afslappað til leiks þar sem að liðið er þegar öruggt með sæti sitt á EM.

„Allir spila til sigurs. Ég man ekki eftir því að hafa spilað auðveldan landsleik þegar svo mikið er í húfi. Allir eru stoltir af því að spila fyrir hönd þjóðar sinnar og við munum gera okkar besta.“

„Þýðing leiksins er meiri fyrir okkur en Ísland. Ég vona að úrslit leiksins endurspegli það.“


Tengdar fréttir

Alfreð: Ég gerði ekkert rangt

Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason náði heldur betur að kveikja í stuðningsmönnum tyrkneska landsliðsins áður en hann hélt til Tyrklands.

Gylfi bætti eitt met Eiðs Smára og jafnaði annað

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt sjötta mark í undankeppni EM í jafnteflinu á móti Lettlandi um helgina og tryggði sér með því tvö met í markaskorun fyrir íslenska landsliðið í undankeppnum stórmóta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×