Viðskipti innlent

Arctica Finance hagnast um hálfan milljarð

Hörður Ægisson skrifar
Afkoma Arctica Finance í fyrra er sú besta frá stofnun verðbréfafyrirtækisins 2009.
Afkoma Arctica Finance í fyrra er sú besta frá stofnun verðbréfafyrirtækisins 2009.
Hagnaður verðbréfafyrirtækisins Arctica Finance á árinu 2016 nam tæplega 500 milljónum króna og jókst um meira en 300 milljónir frá fyrra ári.

Þetta kemur fram í skýrslu sem Fjármálaeftirlitið tók saman og birti í lok síðustu viku um afkomu ársins 2016 hjá fjármálafyrirtækjum en Arctica Finance á enn eftir að skila inn ársreikningi félagsins til ársreikningaskráar.

Afkoma Arctica Finance í fyrra er sú besta frá stofnun verðbréfafyrirtækisins árið 2009. Heildareignir félagsins námu ríflega 1.200 milljónum í árslok 2016 og eigið fé um 868 milljónir. Eiginfjárhlutfall Arctica Finance var því tæplega 65 prósent.

Stærsti hluthafi Arctica Finance er Bjarni Þórður Bjarnason, aðstoðarframkvæmdastjóri félagsins, með 50,25 prósenta hlut en Stefán Þór Bjarnason, framkvæmdastjóri Arctica, á hins vegar 33,5 prósenta hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×