Erlent

Árásin tilraun til að hefja trúarbragðastríð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Rútan sem meðlimir al-Shabab réðust á í gær.
Rútan sem meðlimir al-Shabab réðust á í gær. Vísir/AP
Einn af ráðgjöfum forsetans í Kenýa, Uhuru Kenyatta, segir í samtali við BBC að árásin sem gerð var á rútu í gær í landinu þar sem 28 manns voru myrtir sé tilraun til þess að hefja trúarbragðasstríð. Þeir sem voru myrtir voru allir annarrar trúar en múslimar.

Sextíu farþegar voru í rútunni og voru allir látnir lesa úr Kóraninum. Þeir sem ekki gátu eða vildu ekki gera það voru skotnir í höfuðið.

Al-Shabab er íslamskur hryðjuverkahópur sem hefur barist gegn ríkisstjórninni þar í landi í nokkur ár auk þess sem hópurinn hefur gert fjölda hryðjuverkaárása í Kenýa frá árinu 2011.

Íslamskir trúarleiðtogar í Kenýa hafa fordæmt árásina frá því í gær og hafa hvatt landsmenn til að standa saman gegn þeirri ógn sem al-Shabab er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×