Erlent

Árásin í Turku: Tveggja mánaða gæsluvarðhalds krafist

Atli Ísleifsson skrifar
Tveir létu lífið og átta særðust í árás Abderrahman Mechkah.
Tveir létu lífið og átta særðust í árás Abderrahman Mechkah. Vísir/AFP
Lögregla í Finnlandi hefur krafist tveggja mánaða gæsluvarðhalds yfir manninum sem grunaður er um hnífaárásina í Turku á föstudaginn.

Tveir létu lífið og átta særðust í árás Abderrahman Mechkah, átján ára manns frá Marokkó, þar sem hann stakk gangandi vegfarendur með hníf í miðborg Turku. Hann var handtekinn og fluttur á sjúkrahús eftir að lögregla skaut hann í fótinn.

Fjórir marokkóskir ríkisborgarar til viðbótar hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa aðstoðað Mechkah við árásina.

Lögregla í Finnlandi segir að Mechkah hafi beint árásinni sérstaklega gegn konum, en málið er rannsakað sem hryðjuverkaárás.

Lögreglu barst ábending um Mechkah fyrr á árinu þar sem þeim var bent á að hann hafi snúist til öfgahyggju.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×