Innlent

Árásin í Grundarfirði: Situr inni þar til Hæstiréttur lýkur sér af

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Grundarfirði.
Frá Grundarfirði. Vísir/Vilhelm
Reynir Þór Jónsson, annar mannanna tveggja sem dæmdir voru fyrir hættulega líkamsárás á hafnarsvæðinu í Grundarfirði í fyrra, mun vera í gæsluvarðhaldi á Akureyri þar til áfrýjun hans til Hæstaréttar er lokið. Þó mun hann ekki sitja lengur inni en til fimmtudagsins 17. desember.

Þetta er niðurstaða Hæstaréttar eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur komst að sömu niðurstöðu
Þann 4. desember var Reynir dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Vesturlands ásamt Carsten Staffelde, sem áfrýjaði dómnum ekki.



Sjá einnig: Mennirnir dæmdir í fjögurra ára fangelsi



Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að ætla megi að það myndi valda hneykslun í samfélaginu og særa réttarvitund almennings ef sakborningur, sem hefði verið dæmdur fyrir jafn alvarlegt brot, gangi laus áður en máli hans sé lokið. Maðurinn sem ráðist var á missti minnið og telja læknar litlar líkur á að hann öðlist það aftur, né að hann nái sér nokkurn tímann að fullu.





Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×