Erlent

Árásin í Ansbach: Árásarmaður sór hollustu við ISIS

Atli Ísleifsson skrifar
Tólf manns særðust í árásinni, en árásarmaðurinn fórst.
Tólf manns særðust í árásinni, en árásarmaðurinn fórst. Vísir/AFP
Lögregla í Bæjaralandi segist hafa komist yfir myndbandsupptöku þar sem sjá má manninn, sem sprengdi sjálfan sig í loft upp við tónleikasvæði í bænum Ansbach í gærkvöldi, sver hollustu við hryðjuverkasamtökin ISIS.

Árásarmaðurinn, 27 ára Sýrlendingur sem hafði nýverið verið synjað um hæli, lést og tólf særðust í árás mannsins, en hann geymdi sprengiefni í bakpoka sem hann hafði meðferðis.

Lögregla í Bæjaralandi segir að á upptökunum komi fram að maðurinn segi að von sé á hefndaraðgerðum gegn Þýskalandi.

Manninum hafði skömmu áður en hann sprengdi sig í loft upp verið neitað um inngöngu á tónleikasvæðinu í miðborg bæjarins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×