Erlent

Árásin á sjúkrahús Lækna án landamæra sögð vera mannleg mistök

Samúel Karl Ólason skrifar
Starfsmenn Lækna án landamæra við mótmæli í Sviss.
Starfsmenn Lækna án landamæra við mótmæli í Sviss. Vísir/EPA
Áhafnarmeðlimir bandarískrar flugvélar sem gerðu margsinnis loftárásir á sjúkrahús Lækna án landamæra (MSF) í Kunduz í Afganistan í október töldu að um annað hús væri að ræða. Þeir töldu sig vera að skjóta á bæjarskrifstofur sem Talíbanar höfðu tekið yfir. Miklir bardagar stóðu yfir í borginni eftir að Talíbanar náðu stjórn á henni í leiftursókn.

Húsið sem átti að gera árás á var í um 400 metra fjarlægð frá sjúkrahúsinu. Minnst 31 manns létu lífið í árásinni sem MSF segja vera stríðsglæp og 28 særðust.

Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar gerðu áhafnarmeðlimir sér ekki grein fyrir mistökum sínum en afganskir hermenn höfðu lýst húsinu sem þeir áttu að gera árás á. Þetta eru niðurstöður rannsóknarskýrslu sem ekki hefur verið birt opinberlega. Rannsóknarnefnd mun nú ákveða hvort að refsa eigi þeim sem komu að árásinni og þá hverjum. 

MSF segja marga hafa látið lífið samstundis í árásinni. Hins vegar voru sjúklingar í húsinu sem ekki var hægt að færa og eru þeir sagðir hafa brunnið. Nokkrir aðilar sem reyndu að hlaupa frá húsinu voru skotnir úr lofti.

211 skotum var skotið að sjúkrahúsinu á 25 mínútum. Starfsmenn sjúkrahússins reyndu 18 sinnum að ná sambandi við afganska herinn og þann bandaríska.


Tengdar fréttir

Talibanar hörfa frá Kunduz

Afganski stjórnarherinn hefur hrakið herlið Talibana frá borginni Kunduz í norður-Afganistan

Vilja samstarf við Lækna án landamæra

Árás Bandaríkjahers á spítala í Kunduz í Afganistan er meðal umræðuefna á ráðherrafundi NATO í Brussel í dag. Megináhersla er þó á framkvæmd breytinga sem samþykktar voru í fyrra og viðbrögð við þróun heimsmála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×