Erlent

Árásarmaðurinn var einn að verki

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Árásin stóð yfir í 82 sekúndur.
Árásin stóð yfir í 82 sekúndur. Vísir/AFP
Lögregluyfirvöld í Lundúnum hafa staðfest að Khalid Masood, árásarmaðurinn sem varð fjórum að bana við Westminister í Lundúnum, hafi verið einn að verki. BBC greinir frá.

Lögregla hefur einnig lýst því yfir að ekkert bendi til þess að áform séu um frekari árásir.

Auk þeirra fjögurra sem létust liggja tugir særðir eftir árás Masoods í grennd við breska þinghúsið á miðvikudaginn var.

Masood var skotinn til bana eftir að hafa ekið á vegfarendur á Westminsterbrúnni í Lundúnum og stungið lögregluþjón til bana með hníf.

„Það er möguleiki á því að við munum aldrei komast að því hver hvatinn að baki voðaverkunum var, við verðum bara að sætta okkur við það,“ sagði lögreglufulltrúinn Neil Basu í samtali við BBC.

ISIS hefur lýst ábyrgð á árásinni í Lundúnum en samtökin kölluðu Masood „hermann“ sinn.

Lögregla hefur hins vegar engar vísbendingar um að hann hafi verið meðlimur hryðjuverkasamtaka en verið er að rannsaka hvort hann kunni að hafa verið undir áhrifum frá þeim á einhvern hátt. 

Lögregluyfirvöld hafa jafnframt staðfest að árásin stóð yfir í aðeins 82 sekúndur.


Tengdar fréttir

May: Árásin bæði sjúk og siðlaus

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að árásin sem framin var fyrir utan þinghúsið í London í dag hafi bæði verið "sjúk og siðlaus.“

Tíu í haldi og rætt við þúsundir vitna

Árásarmaðurinn Khalid Masood snerist til íslamstrúar eftir langan afbrotaferil. Hann þótti samt ekki sérlega trúaður og skrapp reglulega á krána. Hann myrti fjóra og slasaði tugi manns í London á miðvikudag. Forsætisráðherrann talar um




Fleiri fréttir

Sjá meira


×