Erlent

Árásarmaðurinn taldi aðra vera veika á geði

Samúel Karl Ólason skrifar
Mercer myrti níu manns og særði níu áður en hann framdi sjálfsvíg.
Mercer myrti níu manns og særði níu áður en hann framdi sjálfsvíg. Vísir/AFP
Chris Mercer, sem myrti níu manns í Umpqua háskólanum í Oregon á fimmtudaginn, leyfði einum nemanda sem varð á vegi hans að lifa. Það gerði hann svo að nemandinn gæti komið bréfsefni sínu til lögreglunnar. Mercer hafði skrifað á nokkrar blaðsíður þar sem hann kvartaði yfir því að allir aðrir væru veikir á geði og að hann ætti ekki kærustu.

Móðir hans sagði lögreglumönnum að Mercer ætti við geðræn vandamál að stríða.

Samkvæmt AP fréttaveitunni sem ræddi við einn rannsakanda málsins, skrifaði Mercer að fólk teldi hann vera geðveikan. Svo væri hins vegar ekki. Allir aðrir væru geðveikir. Mercer myrti níu manns, eins og áður hefur komið fram, en þar að auki særði hann níu og framdi sjálfsvíg eftir skotbardaga við lögregluþjóna.

Nemendur og kennarar skólans sneru aftur í gær í fyrsta sinn frá því á fimmtudaginn. Þar á meðal var minnst einn nemandi sem særðist í árásinni. Þá hefur Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, tilkynnt að hann muni heimsækja Oregon og hitta fjölskyldur fórnalambanna.


Tengdar fréttir

Skorar á þjóð sína að þrýsta á þingið

Bandaríkjaforseti segist engin völd hafa til að breyta byssulögum. Meðan þing og ríkisstjórar vilji engu breyta megi búast við fleiri skotárásum og fjöldamorðum.

Þóttist vera látin og lifði af

"Ungur maður lét lífið á sorglegum og hræðilegum degi og blóð hans bjargaði lífi dóttur minnar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×