SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 06:28

Sebastian Vettel vann í Ástralíu

SPORT

Árásarmađurinn í París: „Hann drakk áfengi og bađ aldrei bćnir“

 
Erlent
12:42 19. MARS 2017
Mikill viđbúnađur var á Orly-flugvelli í gćr.
Mikill viđbúnađur var á Orly-flugvelli í gćr. VÍSIR/GETTY

„Sonur minn er ekki hryðjuverkamaður, hann er einstaklingur sem drekkur og biður aldrei bænir.“

Þetta sagði faðir Zied Ben Belgacem, árásarmannsins sem skaut á lögreglu í París í gær, í samtali við útvarpsstöðina Europe 1.

„Þetta er það sem gerist þegar fólk er undir áhrifum áfengis og kannabis,“ bætti faðirinn við.

Fyrri árásina bar þannig að garði að lögreglumenn stöðvuðu Belgacem við umferðareftirlit í norðurhluta Parísar og í kjölfarið hóf hann skothríð á þá. Einn lést í árásinni en Belgacem flúði af vettvangi.

Hann er talinn hafa rænt bíl sem hann ók á Orly-flugvöll í útjaðri Parísar en var skotinn til bana af hermönnum á flugvellinum eftir að hann bar byssu að höfði hermanns og sagðist vilja „deyja fyrir Allah“.

Afbrotaferill Belgacems er langur en hann hefur meðal annars verið ákærður fyrir vopnuð rán og fíkniefnalagabrot.

Talið er að Belgacem hafi gerst róttækur þegar hann sat í fangelsi en hann var á eftirlitslista lögreglunnar.

Belgacem hringdi í föður sinn eftir fyrri árásina í norðurhluta Parísar og bað föður sinn um að fyrirgefa sér.  

„Pabbi, ég bið þig um að fyrirgefa mér. Ég er búinn að klúðra málunum,“ sagði hann.

Hann lagði tólið síðan á og hélt á Orly-flugvöll.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Árásarmađurinn í París: „Hann drakk áfengi og bađ aldrei bćnir“
Fara efst