Erlent

Árásarmaðurinn í Mississippi handtekinn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Talið er að um fjölskylduharmleik hafi verið að ræða.
Talið er að um fjölskylduharmleik hafi verið að ræða. Vísir/EPA
Maður hefur verið handtekinn grunaður um að bera ábyrgð á skotárás sem átti sér stað nálægt bænum Brookhaven í Mississippi fylki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en átta manns létust í árásinni.

Rannsókn lögreglu er nú í fullum gangi en ekki er vitað fyrir víst hvað fékk manninn til þess að fremja morðin og ekki er vitað hvernig maðurinn tengdist fórnarlömbunum. Er maðurinn sem heitir Willie Corey Godbolt sagður hafa sagt við lögreglu að hann ætti ekki skilið að lifa fyrir það sem hann gerði.

Samkvæmt upplýsingum AP fréttastofunnar var Godbolt staddur í húsi tengdaforeldra sinna þegar árásin átti sér stað en hann var nýlega skilinn við fyrrverandi eiginkonu sína og hafði komið óbeðinn að heimsækja hana ásamt börnum þeirra í húsið.

Hún hafi þá hringt í lögregluna og þegar lögreglan mætti á svæðið er Godbolt sagður hafa tekið upp byssu og skotið lögreglumanninn ásamt tengdaforeldra sína og börn og virðist því vera um fjölskylduharmleik að ræða.

Hann hafi að því loknu gengið um hverfið og skotið íbúa annarra húsa.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×