Innlent

Árásarmaðurinn í Berlín íslenskur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þjóðerni mannsins var á reiki en utanríkisráðuneytið hefur staðfest að um Íslending hafi verið að ræða.
Þjóðerni mannsins var á reiki en utanríkisráðuneytið hefur staðfest að um Íslending hafi verið að ræða. Vísir/Skjáskot af vef Berliner Zeitung
Maðurinn sem beit hluta af eyra af þýskum manni í lest í Berlín í Þýskalandi á dögunum er Íslendingur. Þetta staðfestir utanríkisráðuneytið. Þjóðerni mannsins var á reiki en greint var frá því í erlendum fjölmiðlum að árásarmaðurinn hafi verið norskur ferðamaður.

Rætt var við fórnarlambið á vef þýska blaðsins Bild þar sem hann sagði að Íslendingur hefði ráðist á sig eftir að hafa veist að sessunaut sínum. Er Íslendingurinn sagður hafa reynt að espa farþega lestarinnar upp á móti sessunaut fórnarlambsins. Hafi Íslendingurinn verið drukkinn í lestinni og kallað að mannium orð á borð við „Bin Laden“, „Allahu Akbar“, og „Settu sprengjuna í gang“.

Við það hafi fórnarlambið ákveðið að stíga inn í atburðarrásina og koma sessunaut sínum til bjargar. Þá hafi Íslendingurinn reiðst enn frekar og ráðist á manninn og bitið hluta af eyra hans af. Lögregla handtók manninn og samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er hann í haldi lögreglu.

Fjölmiðlar ytra greindu frá því í gær að um norskan ferðamann hafi verið að ræða og var það haft eftir upplýsingum frá lögreglunni í Berlín. Reyndist það þó ekki rétt og hefur utanríkisráðuneytið staðfest, líkt og áður sagði, að um Íslending sé að ræða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×