Innlent

Árásarmaðurinn á Frakkastíg áfram í gæsluvarðhaldi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms yfir karlmanni á fertugsaldri sem gefið er að sök að hafa stungið annan mann fjórum sinnum í brjósthol á Frakkastíg í ágúst síðastliðnum hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 10. október næstkomandi. Úrskurðinum var framlengt á grundvelli almannahagsmuna. Að sögn lögreglu miðar rannsókn málsins vel og lýkur henni á næstu viku.

Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að fórnarlamb árásarinnar hafi verið stungið fjórum sinnum; yfir hægri öxl, yfir hægra herðablaði, stungu í hægri lægri bakhluta brjósthols og í hægri nára.  Þar segir jafnframt að vegfarendur hafi komið á milli árásarmannanna og fórnarlambsins sem þá hafi legið í jörðinni. Þar hafi einn vegfarandi gripið í hendina á árásarmanninum og náð hnífnum af manninum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×