Innlent

Árásarmaður kýldi afgreiðslustúlku í bílalúgu

Heimir Már Pétursson skrifar
Málið er í rannsókn.
Málið er í rannsókn. Vísir/Getty
Rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi var afgreiðslustúlka kýld í andlitið þar sem hún var að afgreiða mann í gegnum lúgu á skyndibitastað í borginni. Í tilkynningu frá lögreglu segir að maðurinn sem réðst á stúlkuna hafi viljað skipta seðlum í mynt og hafi afgreiðslustúlkan verið tilbúin að skipta ákveðinni upphæð sem maðurinn var ekki sáttur við.  

Árásarmaðurinn var farinn á brott þegar lögregla kom á vettvang og er málið í rannsókn.

Þá voru afskipti höfð af ungum manni við veitingahús í Tryggvagötu um klukkan þrjú í nótt en hann er grunaður um að hafa slegið dyravörð í andlitið.

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af nokkrum ökumönnum í gærkvöldi og nótt. Upp úr klukkan sjö í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp á Suðurlandsbraut.  Lögregla segir að annar ökumaðurinn sé grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og aka sviptur ökuréttindum.  Hann hafi verið vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls.

Upp úr klukkan níu í gærkvöldi var bifreið stöðvuð á Bugðulæk. Ökumaðurinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, aka ítrekað sviptur ökuréttindum og vörslu fíkniefna. Rétt fyrir klukkan eitt í nótt handtók lögregla tvo menn íausturborginni vegna gruns um vörslu fíkniefna ofl.  Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu fyrir rannsókn máls. Þá stöðvaði lögregla bifreið í Bergstaðastræti í nótt vegna gruns um að ökumaðurinn hafi verið ölvaður og að aka ítrekað sviptur ökuréttindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×