Innlent

Árás gerð á Souda-búðirnar

Fjórir hafa verið handteknir. Um er að ræða þrjá alsírska unglinga og einn íranskan karlmann.
Fjórir hafa verið handteknir. Um er að ræða þrjá alsírska unglinga og einn íranskan karlmann. vísir/epa
Yfir hundrað og fimmtíu manns flúðu í dag Souda-flóttamannabúðirnar á grísku eyjunni Chios vegna árása sem gerðar voru á búðirnar í gær og í dag. Bensínsprengjum var kastað á búðirnar, kveikt var í flugeldum og steinum og öðru lauslegu kastað í átt að tjöldunum.

Fjórir hafa verið handteknir grunaðir um árásirnar, en þeir eru flóttamenn frá Alsír og Íran. Einn slasaðist alvarlega í árásunum eftir að hafa fengið stein í höfuðið. Þá eru fjölmörg tjöld algjörlega ónýt.

Talsmaður flóttamannastofnunarinnar UNHCR segir fólk óttaslegið eftir atburðina og neiti að snúa aftur í búðirnar. Yfir sextán þúsund manns halda nú til í flóttamannabúðum á grísku eyjunum, flestar þeirra eru yfirfullar og aðstæður slæmar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×