Körfubolti

Árangur íslensku strákanna hefur vakið mikla athygli í Evrópu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Jónsson fagnar í leiknum í kvöld.
Kári Jónsson fagnar í leiknum í kvöld. Mynd/FIBA Europe
Íslenska tuttugu ára landsliðið í körfubolta var ótrúlega nálægt því að vinna gull í B-deild Evrópukeppninnar í kvöld.

Íslensku strákarnir urðu að sætta sig við silfur eftir naumt tap á móti Svartfjallalandi í framlengdum leik. Þeir höfðu áður tryggt Íslandi sæti í úrslitakeppni Evrópumóts 20 ára liða (A-deild) í fyrsta sinn

Íslenska liðið vann upp sautján stiga forystu í leiknum og sýndu og sönnuðu einu sinni enn á þessu móti að það býr mikill karakter í þessum strákum.

Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, er að sjálfsögðu ánægður með íslensku strákanna í færslu á fésbókinni í kvöld og kallar þá snillinga.  „Þvílíkur karakter í þessu liði og baráttuvilji....þessir drengir eru snillingar!," skrifaði Hannes og hann var með snillingana í hástöfum.

Hannes segir einnig frá því að hann hefur fengið mikil viðbrögð frá evrópska körfuboltaheiminum.

„Þrátt fyrir tapið í úrslitaleiknum hafa þeir skrifað nýjan og stóran kafla í körfuboltasöguna með því að tryggja sér sæti í A-deildinni að ári og eru nú í hópi 16 bestu þjóða Evrópu í U20. Þessir árangur hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli í Evrópu og hafa margir sent hamingjuóskir til sambandsins," segir Hannes í færslu sinni.

Hannes segist vera óendanlega stoltur af strákunum og hann er ekki sá eini. „Þessi árangur er mikill sigur íslensku körfuboltafjölskyldunnar allrar," skrifar Hannes.


Tengdar fréttir

Rússarnir áttu ekki svör við íslensku geðveikinni

Íslenska 20 ára landsliðið í körfubolta varð fyrsta íslenska liðið til að vinna Rússa í körfu. Átta strákar í liðinu eru einnig í æfingahóp A-landsliðsins og fá því frábært tækifæri til að sýna sig og sanna í Grikklandi.

Svekkjandi tap en mögnuð frammistaða

Íslenska tuttugu ára landsliðið í körfubolta lék í kvöld til úrslita í B-deild Evrópukeppni U-20 karla í körfubolta og mætti liðið Svartfjallalandi. Ísland tapaði leiknum 78-76 eftir framlengdan leik.

Ungu strákarnir okkar komnir í úrslit á EM

Íslenska tuttugu ára landsliðið í körfubolta spilar til úrslita í B-deild Evrópukeppni U-20 karla í körfubolta sem fer fram í Grikklandi um þessar mundir. Liðið gerði sér lítið fyrir vann heimamenn frá Grikklandi, 70-67.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×