Innlent

Apríl alþjóðlegur mánuður gegn ofbeldi á börnum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Apríl er alþjóðlegur mánuður gegn ofbeldi á börnum. Þann mánuðinn, sem og aðra mánuði ársins, hvetja samtökin Blátt áfram einstaklinga og félagasamtök til að taka þátt í að gera Ísland að betri stað fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Það verður gert með því að tryggja að foreldrar hafi þá þekkingu, hæfileika og bjargir sem þeir þurfa til að vernda börnin sín. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Blátt áfram.

Í tilkynningunni segir að breyta þurfi viðhorfum til einstaklinga sem leita sér hjálpar eftir að hafa orðið fyrir ofbeldi af einhverju tagi, og ekki trúað. Ósjaldan þurfi börn, unglingar og fullorðnir að segja frá oftar en einu sinni. Því vilji samtökin minna á hversu erfitt það geti verið fyrir einstakling að stíga fram og segja frá ofbeldi, en það verður meðal annars gert með auglýsingum á vögnum Strætó og á vef samtakanna.

„Hvað ætlar þú að gera þegar barn, unglingur eða fullorðinn einstaklingur segir þér frá?“ er yfirskrift átaksins. Nánari upplýsingar að finna á blattafram.is. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×