Fréttir

Fréttamynd

Sig­ríði þykir ó­lík­legt að hún nái undir­skriftum

Milli klukkan tíu og tólf á morgun mun Landskjörstjórn taka við framboðum til forseta Íslands. Eins og fram hefur komið þarf frambjóðandi að hafa 1500 undirskriftir til að komast áfram í kjörið. Tíminn er því naumur fyrir frambjóðendur sem ekki hafa náð þeim undirskriftafjölda. Helga Þórisdóttir er bjartsýn en Sigríður Hrund ekki. 

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Um­deilt frum­varp, ís­lenskan og sumar­veðrið

Formaður atvinnuveganefndar segist staldra við ýmsa þætti umdeilds frumvarps um lagareldi, þó að í því felist einnig úrbætur. Of snemmt sé að segja til um það hvort frumvarpið breytist mikið í meðförum nefndarinnar, sem tekur það fyrir á fundi á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Ei­ríkur og Bjarni takast á um nefnd um ís­lenska tungu

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði, og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, tókust á um sérstaka ráðherranefnd um málefni íslenska tungu sem sett var á stofn árið 2022. Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi á dögunum að nefndin yrði lögð niður og segir Eiríkur það vott um getuleysi ríkisstjórnarinnar í málaflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Segir borgar­stjóra óttalegan vettling

Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir vettlingagjörninginn hafa átt að vekja athygli á erfiðri stöðu foreldra ungabarna í Reykjavík. Gjörningurinn hafi ekki átt að vera innlegg í kjarabaráttu leikskólakennara og flokkurinn hafi aldrei boðað töfralausnir í málaflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Skipu­lögðu á­rásir í Þýska­landi og víðar í nafni ISKP

Saksóknarar í Þýskalandi hafa ákært sjö menn sem grunaðir eru um að hafa undirbúið hryðjuverkaárásir á vegum Íslamska ríkisins í Khorasan (ISKP) þar í landi og annarsstaðar í Vestur-Evrópu. Mennirnir eru sagðir hafa virt fyrir sér nokkur möguleg skotmörk og munu þeir hafa reynt að safna peningum og vopnum fyrir árásir. 

Erlent
Fréttamynd

Vilja taka upp auð­linda­gjald að hætti Norð­manna

Samfylkingin segir enga skýra auðlindastefnu vera á Íslandi og heildarsýn skorti á nýtingu auðlinda. Flokkurinn vill taka upp auðlindagjald að hætti Norðmanna. Einnig vilja þau auka fjárfestingar í samgönguinnviðum og nýta fleiri virkjanakosti.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í sól­ríkan og hlýjan sumar­dag fyrsta víða um land

Búast má við blíðviðri sunnan og vestanlands á morgun sumardaginn fyrsta með hita allt að tólf gráðum í Reykjavík. Útlit er fyrir norðlæga átt á morgun og að víða verði bjart. Á Norðurlandi og fyrir austan verður kannski skýjað en úrkomulítið. Kaldara verður fyrir norðan.

Innlent
Fréttamynd

Veturinn sá kaldasti síðan 1999

Síðasti vetrardagur er í dag 24. apríl, en nýafstaðinn vetur var sá kaldasti á Íslandi síðan 1998-1999. Meðalhiti á landsvísu var -0,2 stig sem er 1,2 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. 

Innlent
Fréttamynd

Vill rjúfa framkvæmdastopp í orku­málum

Samfylkingin segist staðráðin í því að rjúfa það sem hún kallar framkvæmdastopp í valdatíð núverandi ríkisstjórnar í orkumálum. Mikilvægt sé til dæmis að Hvammsvirkjun verði að veruleika.

Innlent
Fréttamynd

Kári Stefáns­son, á­kall um vaxtalækkun og hin­segin list

Fiskeldisfyrirtæki munu ekki greiða auðlindagjald samkvæmt nýju frumvarpi og verður heimilt að selja eða leigja frá sér laxahlutann án endurgjalds til ríkisins. Í kvöldfréttum verður rætt við matvælaráðherra um umdeilt frumvarp og talsmann Íslenska náttúruverndarsjóðsins sem gagnrýnir málið harðlega.

Innlent
Fréttamynd

Skemmti­ferða­skip um tíu metrum frá strandi við Við­ey

Litlu mátti muna að illa færi þegar skemmtiferðarskip lagði úr Sundahöfn í Reykjavík 26. maí árið 2023. Mikill vindhraði gerði það að verkum að stjórnendur misstu stjórn á skipinu. Um er að ræða skipið Norweigian Prima, sem siglir undir flaggi Bahama. Skipið er 140.000 tonn og um 300 metrar á lengd.

Innlent
Fréttamynd

Kín­versk ferða­skrif­stofa mátti sín lítils gegn TM

Kínversk ferðaskrifstofa á ekki rétt á peningum frá tryggingafélaginu TM vegna rútuslyssins við Kirkjubæjarklaustur í desember 2017. Ferðaskrifstofan hefur þegar greitt foreldrum hinna látnu og taldi sig eiga bótakröfu á TM sem er tryggingarfélag Hópferðabíla Akureyrar.

Innlent
Fréttamynd

Komu litlum fiski­báti til bjargar

Lítill fiskibátur missti vélarafl í mynni Seyðisfjarðar í hádeginu í dag og rak hægt til suðurs. Björgunarskipið Hafbjörg í Neskaupstað var kallað út vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Ætlaði að koma upp um barnaníðing en lenti í klóm hans

Karlmaður hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að nauðga pilti undir lögaldri. Pilturinn hafði ætlað að koma upp um barnaníðing eftir að hafa horft á fréttaskýringaþáttinn Kompás, þar sem barnaníðingar voru veiddir með notkun tálbeita.

Innlent
Fréttamynd

Allt­of mörg börn misstu af bólu­setningu við mis­lingum

Þátttaka barna í bólusetningum hefur dregist saman síðustu ár og sérstaklega í kringum heimsfaraldur Covid. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir yfirlæknir bólusetninga segir ákveðnar bólusetningar hafa verið settar á bið þá vegna annarra forgangsverkefna. Enn sé verið að vinna það upp. 

Innlent
Fréttamynd

Leyfis­veitingin ekki brot á EES-samningnum

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að ljúka skoðun sinni á kvörtun sem sneri að meintu broti Íslands á EES-reglum við veitingu leyfis til hvalveiða. Eftir yfirferð hefur ESA komist að þeirri niðurstöðu að leyfisveitingin feli ekki í sér brot á EES-samningnum.

Innlent