MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER NÝJAST 23:37

Barðist hetjulega áður en hann féll

FRÉTTIR

Myrkraverk Andra Snæs í samstarfi við undirheima

Lífið
kl 12:45, 06. september 2006
andri snær horfir til himins Lofar alvöru stjörnum í Reykjavík að kvöldi 28. september.
andri snær horfir til himins Lofar alvöru stjörnum í Reykjavík að kvöldi 28. september. SAMSETT MYND

Þetta verður opnunaratriði alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Þeir þar gripu hugmyndina á lofti. Og létu verða að veruleika. Til siðs er að hafa stórstjörnur á kvikmmyndahátíðum. Margar skærustu stjörnur í heimi munu birtast borgarbúum þetta kvöld. Alvöru stjörnur, segir Andri Snær Magnason rithöfundur. Hann horfir til himins eins og svo oft áður.

Ný styttist í að gamall draumur Andra Snæs verði að veruleika. 28. september frá klukkan 22:00 til 22:30 verður Reykjavík almyrkvuð. Slökkt á öllum ljósum. Andri Snær segir að Hafnfirðingar, Garðbæingar og Mosfellsbæingar muni einnig slökkva og verið er að vinna í Kópavogsbúum. Við erum að reyna að fá alla bæjarstjóra landsins inn í þetta mál, segir Andri.

Rithöfundurinn sótti fyrst um það árið 2000 að myrkva borgina en segir að, eins og títt sé um hugmyndir, fleiri hafi fengið þessa sömu flugu í höfuðið. Og nefnir til sögunnar Þorstein Sæmundsson stjörnufræðing og Guðjón Magnússon hjá Orkuveitunni.

En nú mun sem sagt slökkna á ljósum borgarinnar og stjörnufræðingur lýsir himninum í beinni útsendingu. Já, það má líklega skrifa þá hugmynd á mig.

Aðspurður segist Andri Snær ekki hafa neinar áhyggjur af því að bófar, vandalar og annað illþýði notfæri sér myrkrið til voðaverka.
Nei, við erum í samstarfi við undirheimana. Þeir ætla bara að horfa upp í loftið. Þeir vilja ekki eyðileggja þetta. Svo er miklu erfiðara fyrir þá að athafna sig þegar allir eru heima. Miklu betri er til dæmis Verslunarmannahelgi þegar allir eru úr bænum.

Andri Snær gefur einnig lítið fyrir það að þetta geti kallað fram myrkfælni meðal þeirra sem viðkvæmir eru. Bendir á að við lifum í landi jarðhræringa og gott sé að menn sjái veröldina eins og hún er ef komi til þess að rafmagnið fari. Þannig eigi almannavarnasjónarmið við í þessu einnig.
Ég held að allir sem eiga börn, allir sem hafa verið til, kannist við tilfinninguna að glápa upp í loftið og finna til þess hvað maður er smár. Hollt að minna okkur á samhengið sem við erum í. Út frá þessu glápi eru sprottin trúarbrögð, vísindi ... allt sem maðurinn byggir á. Gaman fyrir okkur sem búum við síbirtu, hér er ljóshjálmur yfir borginni allan veturinn, að geta veitt börnunum okkar aðgang að þessu án þess að fara lengst út í sveit.


Deila
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir.

FLEIRI FRÉTTIR Á VÍSI

Lífið 16. sep. 2014 17:50

Ryan Gosling orðinn pabbi

Sennilega myndarlegasta barnið í Hollywood fætt Meira
Lífið 16. sep. 2014 17:30

Hafði aldrei heyrt um Hönnu Birnu

Jón Gnarr í viðtali í The Guardian Meira
Lífið 16. sep. 2014 16:03

"Þessi yndislegi drengur kom í heiminn kl 10:55 í dag"

Hreimur Örn Heimisson og eiginkona hans Þorbjörg Sif Þorsteinsdóttir eignuðust sitt þriðja barn. Meira
Lífið 16. sep. 2014 15:45

Stuð á samsýningu í Listasafni Reykjavíkur

Sjáðu myndirnar. Meira
Lífið 16. sep. 2014 15:30

Jón Gnarr efast um sig sjálfan á RIFF

Sjáðu myndbandið. Meira
Lífið 16. sep. 2014 15:13

Ísland í dag: Er hvorki lesbía né karlmaður

Ragnhildur Gyða Magnúsdóttir er ósátt með að ekki sé lengur hægt að keppa hér á landi í vaxtarrækt kvenna og kennir fordómum karla um. Meira
Lífið 16. sep. 2014 15:00

Tískukóngur í tískuslysi

Fatahönnuðurinn og smekkmaðurinn Tom Ford kom svo sannarlega á óvart í lok sýningar sinnar á tískuvikunni í London í gær. Meira
Lífið 16. sep. 2014 15:00

Tilkynnti um mögulegan erfingja

Jay-Z breytti laglínu í París og söng um að Beyoncé ætti von á barni. Meira
Lífið 16. sep. 2014 14:30

Tískuelítan fjölmennti til Stellu McCartney

Það var varla þverfótað fyrir stjörnum í tískupartíi Stellu McCartney í tengslum við tískuvikuna í London í vikunni. Meira
Lífið 16. sep. 2014 14:15

Rosaleg breyting á Röggu Nagla

Ekki þarf að fjölyrða um magn áfengis sem rann ljúflega niður kverkarnar á menntaskólaárunum, skrifar Ragga. Meira
Lífið 16. sep. 2014 14:00

Auglýsingaherferð tískurisa tekin á Íslandi - sjáðu myndirnar

Íslenski hesturinn spilar stórt hlutverk í herferðinni. Meira
Lífið 16. sep. 2014 13:45

Dagskrá Iceland Airwaves kynnt í dag

Upplýsingar um app hátíðarinnar er væntanlegt innan skamms. Meira
Lífið 16. sep. 2014 13:00

Allir blankir á ljóðakvöldi

Ný ljóðabók unga fólksins komin út Meira
Lífið 16. sep. 2014 13:00

Samfélag þar sem allir eru jafnir

Samsuða – saga 8 listamanna brúar bilið milli listamanna með og án fötlunar. Meira
Lífið 16. sep. 2014 12:30

Símaskráin 1948 opnaði mér nýja sýn á landið

Dagur íslenskrar náttúru er í dag. Hann var fyrst haldinn hátíðlegur 2010, á sjötugsafmæli Ómars Ragnarssonar vegna framlags hans til náttúruverndar og almenningsfræðslu. Ómar verður með sögur, myndir... Meira
Lífið 16. sep. 2014 12:00

Handtekin eftir ástarleiki

Ásakar lögreglu um kynþáttahatur. Meira
Lífið 16. sep. 2014 10:30

Birgitta flutt heim

Söngkonan Birgitta Haukdal er flutt aftur heim til Íslands. Meira
Lífið 16. sep. 2014 10:00

Hildur Líf giftir sig

"Við giftum okkur utan dyra með kertum allt i kring.“ Meira
Lífið 16. sep. 2014 10:00

Fjórar leiðir til að hressa upp á matarboðið

Svona getur þú verið frumlegur í skreytingum, án þess að kosta miklu til. Meira
Lífið 16. sep. 2014 09:30

Enginn latur í Þjóðleikhúsinu

Leikritið Ævintýri í Latabæ var frumsýnt um helgina í Þjóðleikhúsinu. Meira
Lífið 16. sep. 2014 08:00

LaToya aðdáandi Önnu Mjallar

"They were both SO nice! I'm so lucky! Yay!“ Meira
Lífið 15. sep. 2014 18:30

Hélt partí fyrir synina

Synirnir eru miklir hjólabrettaaðdáendur og voru því glaðir með þemað. Báðir hafa þeir verið í hjólabrettatímum. Meira
Lífið 15. sep. 2014 18:00

Vill að Kim hætti í þættinum

Rapparinn Kanye West er sagður vilja að eiginkona sín, Kim Kardashian, hætti í raunveruleikaþættinum Keeping Up with the Kardashians. Meira
Lífið 15. sep. 2014 16:30

Martha Stewart hjólar í Gwyneth Paltrow

"Hún þarf bara að þegja. Hún er kvikmyndastjarna. Ef hún væri örugg með ferilinn sinn, þá væri hún ekki að reyna að vera Martha Stewart,“ sagði hún. Meira
Lífið 15. sep. 2014 15:48

Vigdís Hauksdóttir er afrekskona í Candy Crush

{Já, ég er komin í borð 530,“ segir formaður fjárlaganefndar sem náð hefur eftirtektarverðum árangri í þessum vinsæla tölvuleik. Meira

Tarot

 

MEST LESIÐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesið
  • Fréttir
  • Sport
  • Viðskipti
  • Lífið
Forsíða / Lífið / Lífið / Fréttir af fólki / Myrkraverk Andra Snæs í samstarfi við undirheima