LAUGARDAGUR 19. APRÍL NÝJAST 00:01

Þorir þú að vera fatlaður?

LÍFIÐ

Selur bestu pylsur í Evrópu

Lífið
kl 17:00, 22. ágúst 2006
Bill Clinton Fyrrum forseti Bandaríkjanna jók hróður pulsuvagnsins til muna þegar allur heimurinn fylgdist með honum gæða sér á Bæjarins bestu pulsu sem stendur svo sannarlega undir nafni.
Bill Clinton Fyrrum forseti Bandaríkjanna jók hróður pulsuvagnsins til muna þegar allur heimurinn fylgdist með honum gæða sér á Bæjarins bestu pulsu sem stendur svo sannarlega undir nafni. MYND/GVA

"Vá, þú ert að segja mér fréttir. Ég er orðlaus," segir Guðrún Kristmundsdóttir þegar Fréttablaðið tilkynnti henni að pylsubarinn hennar Bæjarins bestu hefði verið valinn einn af fimm bestu matsöluturnum í Evrópu af breska dagblaðinu The Guardian. Í fyrsta sæti var skoskur hafragrauta­standur sem ferðast um markaði og útihátíðir í Skotlandi og selur hafragraut með allskyns meðlæti.

"Mér finnst mjög fyndið að hafragrautur skuli vera fyrir ofan okkur," segir Guðrún hlæjandi en íslensku pylsurnar hennar hafa verið mjög vinsælar meðal ferðamanna og landsmanna svo lengi sem elstu menn muna. The Guard­ian segir að flestallir Íslendingar hafi smakkað pylsurnar og telur blaðið að leyndardómurinn á bak við pylsurnar sé remúlaðið ofan á, en því er lýst í blaðinu sem leyndardómsfullri og bragðgóðri sósu.

Pylsubarinn á Tryggvagötu er sá vinsælasti enda er opið lengi eða til sex á morgnana um helgar. Síðan eru starfræktir tveir pylsubarir til viðbótar í Skeifunni og í Smáralind.

Guðrún segir að koma Bills Clinton á Bæjarins bestu fyrir tveimur árum hafi aukið hróður pylsubarsins á heimsvísu. "Það eru margir frægir sem koma á pylsubarinn við Tryggvagötu. Hljómsveitin Metallica kom til okkar og fékk sér pylsu og hafði orð á því hversu gott það væri að fá að vera í friði að borða en greyið Bill fékk ekki að vera í friði fyrir æstum blaðamönnum og fylgdarliði," segir Guðrún og bætir því við að hún haldi að flestallir útlendingar sem komi til landsins fari og fái sér pulsu hjá sér.

Þeir spyrja mikið um pylsurnar enda óvanir því að pylsur séu gerðar úr jafn miklu gæðahráefni og á Bæjarins bestu en þar er notað íslenskt lambakjöt í staðinn fyrir svínakjöt eins og gert er í útlöndum.

Guðrún segist ekki fá neinar kvartanir frá fólki nema frá Dönum sem eru óánægðir með það að geta ekki keypt sér með bjór með pulsunni. "Það er eina kvörtunin sem ég hef fengið en ég ætla þó ekki að fá mér vínveitingaleyfi. Það er nóg af stöðum í kring sem selja áfengi," segir stoltur eigandi Bæjarins bestu.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir.

FLEIRI FRÉTTIR Á VÍSI

Lífið 19. apr. 2014 00:01

Þorir þú að vera fatlaður?

Nemendur í verkefnisstjórnun í Háskólanum í Reykjavík efna til fjáröflunar á sumardaginn fyrsta fyrir Reykjadal. Meira
Lífið 18. apr. 2014 22:15

Bæjarstjórinn hjálpar Aldrei

Myndir frá fyrri hluta fyrsta kvölds Aldrei fór ég suður Meira
Lífið 18. apr. 2014 22:00

Keypti mat fyrir heimilislausan mann

Leikarinn Shia LaBeouf gerir góðverk. Meira
Lífið 18. apr. 2014 21:00

Rosalega er hann brúnn

Al Pacino vekur athygli í Beverly Hills. Meira
Lífið 18. apr. 2014 20:00

Drengur fæddur

Leikarinn Idris Elba fagnar á Twitter. Meira
Lífið 18. apr. 2014 19:00

Átta ára stúlka syngur eins og engill

Angelina Jordan fer á kostum í Norway's Got Talent. Meira
Lífið 18. apr. 2014 18:53

Ég ólst upp á Playboy-setrinu

Katie Manzella skrifar um tímann með Hugh Hefner. Meira
Lífið 18. apr. 2014 18:15

Reyndi að fremja sjálfsmorð með því að skera af sér getnaðarliminn

Rapparinn Christ Bearer hoppaði síðan niður af húsþaki. Meira
Lífið 18. apr. 2014 18:00

Fullt út úr dyrum á Reykjavík framtíðar

Áhugamenn um borgarskipulag fjölmenntu. Meira
Lífið 18. apr. 2014 16:45

Ný stikla úr Orange is the New Black

Þættirnir eru frumsýndir 6. júní. Meira
Lífið 18. apr. 2014 16:30

Ingvar E. mætti á tónleika Megasar

Leikarinn kominn heim eftir tökur á stórmyndinni Everest. Meira
Lífið 18. apr. 2014 15:56

Jarðarförin fer fram annan í páskum

Peaches Geldof borin til grafar. Meira
Lífið 18. apr. 2014 15:00

22 kíló farin

Rosie O'Donnell breytti um lífsstíl. Meira
Lífið 18. apr. 2014 14:30

Skrifaði kynlífslistann í meðferð

"Þetta var fimmta sporið mitt í AA,“ segir Lindsay Lohan. Meira
Lífið 18. apr. 2014 13:45

Stjörnurnar streyma á Tribeca

Mikið um dýrðir á kvikmyndahátíðinni. Meira
Lífið 18. apr. 2014 12:17

Gríðarleg stemning á Íslandsmótinu í fitness og vaxtarrækt

Mótið heldur áfram í dag. Meira
Lífið 18. apr. 2014 12:05

Eyddi fertugsafmælinu með bóndanum

Victoria Beckham í sólbaði á afmælisdaginn. Meira
Lífið 18. apr. 2014 09:00

Ljómar eftir að hún sagði frá óléttunni

Chelsea Clinton á Tribeca-kvikmyndahátíðinni. Meira
Lífið 18. apr. 2014 00:11

Forsetadóttirin á von á barni

Chelsea Clinton er ólétt. Meira
Lífið 17. apr. 2014 16:30

Yfirhönnuður Louis Vuitton kíkti í JÖR

Hönnuðurinn var staddur á Íslandi á dögunum ásamt myndarlegu fylgdarliði. Meira
Lífið 17. apr. 2014 16:00

Bjóða heim í Bakkastofu

Hjónin Ásta Kristrún Ragnarsdóttir og Valgeir Guðjónsdóttir bjóða fjölskyldum í fuglasöng. Meira
Lífið 17. apr. 2014 15:30

Fjölhæf leikkona á leið til Íslands

Aðdáendur Game of Thrones geta glaðst yfir því að leikkonan frækna Natalia Tena kemur til Íslands í sumar ásamt hljómsveit sinni, Molotov Jukebox. Meira
Lífið 17. apr. 2014 14:30

Páskamatseðill Helgu Mogensen

Helga Mogensen deilir páskamatseðli á sínu heimili með lesendum Fréttablaðsins. Meira
Lífið 17. apr. 2014 14:00

Lætur Loga Bergmann líta vel út

Ragnar Eyþórsson er maðurinn á bak við Spurningabombuna. Meira
Lífið 17. apr. 2014 12:00

Lítill kall á stórt svið

Friðgeir Einarsson segir að sýningin Tiny Guy muni að öllum líkindum breyta lífi fólks og ekki gefa fyrirlestri Jordans Belfort í Hörpu neitt eftir. Meira

Tarot

MEST LESIÐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesið
  • Fréttir
  • Sport
  • Viðskipti
  • Lífið
Forsíða / Lífið / Lífið / Fréttir af fólki / Selur bestu pylsur í Evrópu
Fara efst