Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Katrín á toppnum um allt land

Katrín Jakobsdóttir er með nokkuð örugga forystu meðal frambjóðenda til embættis forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna.

Innlent
Fréttamynd

Opna mið­stöð fyrir palestínsk börn

Skóla- og fjölskyldumiðstöð fyrir börn á leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólaaldri verður komið á fót í kjölfar fjölskyldusameiningar fólks frá Palestínu. Þetta var samþykkt í borgarráði í dag og stefnt er að formlegri opnun mánudaginn 22.apríl.

Innlent
Fréttamynd

Mynd­band sýnir þjófana í Hamra­borg hafa lítið fyrir hlutunum

Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Margar mínútur liðu áður en upp komst um glæpinn.

Innlent
Fréttamynd

Mynd­skeið úr Hamra­borg og maður sem heyrir liti með loft­neti

Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Við fjöllum um málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Mynd­band af þjófunum í Hamra­borg í fréttum Stöðvar 2

24 dagar eru liðnir síðan tveir grímuklæddir menn virtust hafa afskaplega lítið fyrir því að framkvæma líklega mesta þjófnað á reiðufé í sögu landsins. Myndbandsupptaka sem fréttastofa hefur undir höndum af þjófnaðinum verður sýnd í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Kjarnorkuknúinn kaf­bátur í stuttri heim­sókn

Kjarnorkuknúinn bandarískur kafbátur, USS New Hampshire, er í stuttri þjónustuheimsókn í íslensku landhelginni í dag. Varðskipið Þór fylgir kafbátnum um landhelgina og í Stakksfjörð, þar sem fram fara áhafnaskipti og önnur þjónusta við kafbátinn.

Innlent
Fréttamynd

Halda and­litinu í skólanum en hrynja niður heima

Skólaforðun einhverfra barna er kerfislægt vandamál í skólum en það liggur ekki hjá fjölskyldum barnanna. Þetta segir verkefnastjóri hjá Einhverfusamtökunum sem bendir á að opin rými líkt og hefðbundnar skólastofur séu „skynrænt helvíti“ fyrir einhverfa og heilsuspillandi fyrir umrædd börn. Örvænting þeirra sem séu föst í þessum aðstæðum sé algjör.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir á­rásina í Úlfarsárdal

Shokri Keryo hefur hlotið þriggja og hálfs árs fangelsidóm fyrir skotárás sem átti sér stað í Úlfarsárdal í nóvember í fyrra, þegar hann skaut fjórum skotum að fjórum mönnum.

Innlent