Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Réðst á mann með sveðju en fer ekki inn

Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til tólf mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa slegið mann í höfuðið og skorið með sveðju. 

Innlent
Fréttamynd

Blöskrar að ekki hafi verið leitað til heima­fólks

Rekstrarstjóri hljóðkerfa- og ljósaleigu á Akureyri segir óeðlilegt að tæki og tól sem notuð voru á árshátíð Landsvirkjunar hafi verið keyrð austur frá Reykjavík í stað þess að þau væru leigð af aðilum á Norðurlandi. Hann segir Þóru Arnórsdóttir fara með rangt mál þegar hún fullyrði að ferðin skili nærsamfélaginu tugum milljóna.

Innlent
Fréttamynd

Skrif­stofa Al­þingis tekur dóm MDE til skoðunar

Forseti Alþingis hefur óskað þess að skrifstofa Alþingis taki niðurstöðu dóms frá Mannréttindadómstóli Evrópu til skoðunar. Íslenska ríkið er í dómi talið brjóta gegn rétti til frjálsra kosninga. Þingkona Samfylkingar tekur málið upp á morgun í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

Innlent
Fréttamynd

Kjósa þarf aftur til biskups

Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. 

Innlent
Fréttamynd

Önnur sjónar­mið ráði en vilji í­búa

Bæjarstjóri Akraness fagnar áhuga Miðbæjarsamtakanna á að auka líf í miðbænum en ráðhúsið verði ekki fært þangað í þeim tilgangi. Þegar sé búið að ákveða að byggja bæjarskrifstofur á öðrum stað og ráðgert að húsnæðið verði tilbúið eftir fimm ár.

Innlent
Fréttamynd

„Takt­laust og ó­smekk­legt“

„Okkur þykir það einstaklega slæm skilaboð að það að axla ábyrgð sé að komast upp með það að fara ekki eftir neinum reglum sem um störf þessara aðila gilda eins og þau hafa sýnt og sannað. Við teljum það ekki vera að axla ábyrgð á ganga á milli ráðuneyta í stað þess að stíga til hliðar og viðurkenna að það að maður hafi gerst brotlegur í starfi.“

Innlent
Fréttamynd

Rétta hallann af á fjórum árum

Ríkisstjórnin stefnir að því að ríkissjóður verði rekinn með halla næstu fjögur ár en að árið 2028 verði hallinn orðinn að afgangi. Reiknað er með þriggja milljarða króna afgangi árið 2028 og tuttugu milljarða afgangi árið 2029.

Innlent
Fréttamynd

Segir um­mæli sam­ráð­herra um orku­mál ein­földun

Formaður Vinstri grænna segist ósammála því að það eina sem þurfi til að ná árangri í loftslagsmálum sé aukin orkuöflun, í miklum mæli og helst án tafar. Þar sé um mikla einföldun að ræða. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa nýlega sagt að virkja þurfi meira, strax.

Innlent
Fréttamynd

Sauð­burður hafinn á Stokks­eyri

Eitt og eitt lamb er farið að koma í heiminn hjá sauðfjárbændum þó sauðburður hefjist ekki á fullum krafti fyrir en í maí hjá flestum. Á sauðfjárbúi við Stokkseyri eru nokkur nýfædd lömb.

Innlent
Fréttamynd

Halla Hrund tvö- til þre­faldar fylgi sitt

Halla Hrund Logadóttir tvö til þrefaldar fylgi sitt milli kannana á fylgi forsetaframbjóðenda og virðist helst höggva í fylgi Katrínar Jakobsdóttur. Enn er þó ómarktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt könnun Prósents fyrir Morgunblaðið sem birt var í dag.

Innlent