Bíó og sjónvarp

Fréttamynd

Komu saman vegna þrjá­tíu ára af­mælis Pulp Fiction

Það vantaði ekki stórstjörnurnar þegar haldið var upp á að þrjátíu ár væru í ár liðin frá frumsýningu kvikmyndarinnar Pulp Fiction, eða Reyfara eins og myndin var nefnd á íslansku. Margir aðalleikara myndarinnar söfnuðust af því tilefni saman sérstökum viðburði TCM Classic Film Festival í í Chinese Theatre í Los Angeles í gær.

Bíó og sjónvarp

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Á slóðum Arabíu Lárens með Anthony Hopkins

Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari er nýlega kominn heim frá Ouarzazete í Marokkó þar sem hann dvaldi í tvo mánuði fyrr á þessu ári við tökur á stórmyndinni Mary. Hann segist þakklátur fyrir tækifærið og ekki síst að fá að leika á móti einum þekktasta leikara samtímans, Sir Anthony Hopkins en þeim er vel til vina eftir verkefnið.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Mun túlka Spring­steen

Bandaríski leikarinn Jeremy Allen White, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum The Bear, mun túlka Bruce Springsteen í væntanlegri kvikmynd um stórsöngvarann.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Finna enn gríðar­lega sterk á­hrif Eurovision-myndarinnar

Verkefnastjóri Húsavíkurstofu segir að ferðamennska hafi aukist jafnt og þétt í Húsavík frá útgáfu Eurovision-bíómyndarinnar og síðasta sumar sé það blómlegasta í sögu bæjarins. Hann vekur athygli á að fyrir hverja krónu sem notuð er til fjárfestingar í kvikmyndagerð hérlendis koma 6,8 krónur til baka.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Verður aftur lag­lega ljóskan Elle Woods

Bandaríska leikkonan Reese Witherspoon hyggst bregða sér aftur í eitt af hennar langþekktustu hlutverkum, lögfræðingsins Elle Woods sem hún gerði ódauðlega í Legally Blonde kvikmyndunum. Í þetta skiptið verður um að ræða sjónvarpsþætti.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Svar Ís­lands og Sviss við Forrest Gump mætir á skjáinn

Kalmann Óðinsson sjálfskipaður lögreglustjóri á Raufarhöfn mætir bráðum á skjá landsmanna en framleiðslufyrirtækið Kontent hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn af skáldsögunum um kappann sem skrifaðar eru af Joachim B. Schmidt. Leikstjóri þáttanna segist hafa haft seríuna í maganum allt frá því hann las bókina í fyrsta sinn.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hámhorfið: Hvað eru prestar landsins að horfa á?

Sunnudagar eru sjónvarpsdagar á mörgum heimilum og má gera ráð fyrir því að margir nýti páskafríið í gott hámhorf. Lífið á Vísi heldur áfram að heyra í fjölbreyttum hópi fólks varðandi hvað það er að horfa á þessa dagana og í dag, á páskadegi, fáum við að heyra frá nokkrum prestum landsins.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sandler vinnur að Happy Gilmore 2

Leikarinn Adam Sandler er sagður vinna að framhaldi myndarinnar Happy Gilmore frá árinu 1996. Leikarinn Christopher McDonald, sem lék illmennið Shooter McGavin í myndinni, segir Sandler þegar búinn að skrifa handrit.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Hann er með svona Connery áru yfir sér“

Breska götublaðið The Sun fullyrti í vikunni að breska leikaranum Aaron Taylor-Johnson hefði verið boðið hlutverk njósnara hennar hátignar James Bond. Aðdáendurnir Pétur Ívarsson og Marín Eydal Sigurðardóttir eru bæði ánægð með valið og ganga svo langt að segja að það sé svipur með Aaron og hinum upprunalega Bond, sjálfum Sean Connery.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Bað hennar við sól­setrið á 100 mánaða af­mælinu

Leikkonan, handritshöfundurinn og söngkonan Silja Rós lýsir sjálfri sér sem miklum orkubolta og á erfitt með að sitja kyrr og bíða eftir tækifærunum. Hún lærði leiklist í Los Angeles og hefur frá útskrift verið að þróa þætti sem fara í loftið í næstu viku og heita Skvíz. Blaðamaður ræddi við Silju Rós um lífið, listina og ofur rómantískt bónorð.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Nýir Star Wars þættir líta dagsins ljós

Disney hefur birt fyrstu stiklu nýrra þátta úr söguheimi Star Wars. Þættirnir bera titilinn The Acolyte en þeir eiga að gerast um hundrað árum áður en Qui-Gon Jinn finnur Anakin Skywalker á Tatooine í myndinni The Phantom Menace.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sagður vera næsti James Bond

Breski leikarinn Aaron Taylor-Johnson er sagður hafa verið valinn til þess að taka við af Daniel Craig í hlutverki njósnara hans hátignar, James Bond. Þetta kemur fram í umfjöllun Sky fréttastofunnar þar sem segir þó að leikarinn hafi enn ekki samþykkt boðið.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hámhorfið: Hvað eru lista­konur landsins að horfa á?

Sunnudagar og sjónvarp eru prýðileg blanda fyrir þau sem vilja nýta hvíldardaginn vel. Lífið á Vísi heldur áfram að rannsaka sjónvarpsefni þar sem gríðarlegt magn er í boði og oft getur valið því orðið yfirþyrmandi. Í dag deila nokkrar öflugar listakonur landsins því hvað þær eru að horfa á þessa dagana.

Bíó og sjónvarp