Skoðun

Fréttamynd

Katrín og Gunnar?

Hjörtur J. Guðmundsson

Fyrr í vikunni birtist grein á Vísir.is eftir Sævar Þór Jónsson hæstaréttarlögmann þar sem gerð var áhugaverð en um leið misheppnuð tilraun til þess að spyrða Katrínu Jakobsdóttur við Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi forsætisráðherra, sem tilheyrði að sögn Sævars ákveðinni valdaelítu sem hefði talið sig „hafa óskrifaðan rétt til að velja sér embætti og störf.“ Þær ásakanir í garð Katrínar missa hins vegar algerlega marks.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ótímabundin leyfi, ó­tíma­bundið náttúruníð

Á þriðjudag fór fram gagnrýnin umræða í þingsal um lagareldisfrumvarp Matvælaráðherra. Frumvarpið er stórt og er því ætlað að móta regluverk um lagareldi á Íslandi, en samkvæmt frumvarpinu á að gera það með vernd villtra laxastofna að leiðarljósi og notast á við varúðarreglu og vistkerfisnálgun.

Skoðun
Fréttamynd

Er soja að eyði­leggja ís­lenska karl­mennsku?

Soja er matvæli sem hefur verið töluvert umdeilt og mikið rætt á sviði næringar en um er að ræða einstakt matvæli sem hefur verið ansi vel rannsakað. Rannsóknir sýna fram á að soja hafi ýmist jákvæð eða hlutlaus áhrif á ýmsar heilsufarslegar útkomur. Þrátt fyrir það hefur þessi ágæta fæða ekki verið örugg fyrir háværum og ósanngjörnum mýtum sem virðast seint ætla að deyja út.

Skoðun
Fréttamynd

Dýra­vel­ferðar­mar­tröð af áður ó­þekktri stærð

Nú er komið fram á Alþingi frumvarp sem var unnið á vakt Svandísar Svavarsdóttur og Katrínar Jakobsdóttur þegar hún sinnti störfum matvælaráðherra í um þrjá mánuði á þessu ári. Við vorum mörg sem bundum vonir við að tekið yrði fast á sjókvíeldisfyrirtækjunum í þessu frumvarpi.

Skoðun
Fréttamynd

Guð­rún biskup – til heilla fyrir okkur öll!

Biskupskjör stendur nú yfir. Þjóðkirkjan velur sér nýjan leiðtoga og í fyrri umferð urðu þau Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju og Guðmundar Karl Brynjarsson sóknarprestur í Lindakirkju hlutskörpust. Seinni umferð fer fram dagana 2.-7. maí nk.

Skoðun
Fréttamynd

Upp­skera að vori

HönnunarMars er einn af skemmtilegustu og kröftugustu vorboðum hvers árs. Hvort sem honum er fagnað í mars, apríl eða maí – íslenska vorið getur líka komið hvenær sem er. Á HönnunarMars gefst tækifæri til að hrífast og upplifa frábæra íslenska hönnun, fræðast um spennandi stefnur og strauma og eiga frjótt samtal um framtíðina.

Skoðun
Fréttamynd

Er menning stór­mál?

Það er mikið ánægjuefni að geta á ársfundi Hörpu í dag horft yfir nýliðið starfsár og séð að enn á ný hafa metnaðarfull framtíðaráform um Hörpu á heimsmælikvarða gengið eftir. 

Skoðun
Fréttamynd

Það vantar vanan og á­reiðan­legan mann í verkið

Undanfarin ár hafa erlendar valdastofnanir í sífellt ríkari mæli seilst til áhrifa á Íslandi. Áhrifin eru nú þegar víðtæk á löggjöf og það er deginum ljósara að hagsmunir annarra en þeirra sem í landinu búa stjórna þar mestu.

Skoðun
Fréttamynd

Leik­skóla­mál eru for­gangs­mál

Leikskólastigið, sem er hið fyrsta skólastig samkvæmt lögum, er oft í umræðunni vegna skorts á leikskólaplássum og mönnunarvanda. Minna fer fyrir umræðu um það faglega og framúrskarandi starf sem þar fer fram og þar er sannarlega af nógu að taka þrátt fyrir fyrrnefnda annmarka og í raun ótrúlegt að svo sé. Það má þakka gríðarlegri seiglu og dugnaði starfsfólks leikskóla um land allt.

Skoðun
Fréttamynd

Himin­hátt innan­lands­flug

Í samtölum mínum við fólk af landsbyggðinni um samgöngur og flug heyrist sífellt háværari umræða um hækkandi verð á flugferðum innanlands. Íbúum landsbyggðarinnar er orðið tíðrætt um að ekki fyrir svo löngu hafi það frekar borgað sig að keyra milli Akureyrar og Reykjavíkur ef þrír voru í bílnum.

Skoðun
Fréttamynd

Hefur allt sem þarf

Fyrstu kynni mín af Höllu Tómasdóttur voru í tengslum við vinnustað þar sem hún kom einn dag og ræddi við hópinn. Þessi dagur breytti svolítið lífi mínu því þarna uppgötvaði ég í raun hvernig ég get tekið stjórn á eigin lífi.

Skoðun
Fréttamynd

Af hverju að gera rekstrar­á­ætlun?

Eitt það mikilvægasta sem ég hef lært í mínum störfum gegnum tíðina er gildi þess að gera góða og raunhæfa áætlun áður en ráðist er í verkefni, stór eða smá. Allir sem vilja ná markmiðum sínum í fjármálum ættu að gera einhvers konar áætlun til framtíðar.

Skoðun
Fréttamynd

Norskur skamm­tíma­gróði

Eftir efnahagshrunið árið 2008 stigu margir fram og sögðust hafa varað við áfallinu. En ekkert var hlustað á varnaðarorð og sögð vondar úrtöluraddir sem vildu skaða atvinnu-og efnahagslíf þjóðarinnar. Höfum við lært af reynslunni?

Skoðun
Fréttamynd

Æpandi van­þekking

Ég hlýt að þakka stjórn Blaðamannafélags Íslands fyrir að hafa sent svokallaða skýrslu KPMG til félagsmanna BÍ þannig að þeir geti kynnt sér þá aðför að æru minni sem þarna er á ferðinni beint og milliliðalaust.

Skoðun
Fréttamynd

Mann­réttindi sama hvað

Það er auðvelt í heimi þjáninga og endalausra spillingarmála að telja atkvæði í einhverjum kosningum skipta litlu máli. Mun eitt atkvæði til eða frá hafa áhrif á ábyrgðartilfinningu stjórnmálafólks, tryggja mannréttindi eða veita almenningi betra aðgengi að ákvarðanatöku um eigin málefni?

Skoðun
Fréttamynd

Helga Þóris­dóttir og fjör­egg ís­lenskrar þjóðar

Forseti Íslands, eini þjóðkjörni fulltrúi landsmanna, gegnir grundvallarhlutverki vegna þeirrar ábyrgðar og valds, sem embættinu fylgir. Þeir sem lesið hafa þjóðsögur og ævintýri vita að brothættra fjöreggja sinna þarf hver vel að gæta, ella verða fjörbrot.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­tíma­bundin ráð­gjöf til ríkis­stjórnar

Ótímabundið er stórt orð. Þó svo það sé ekki eins ljóðrænt og að eilífu þá er merkingin svipuð. Til dæmis ef einhver væri látinn vinna ótímabundið fyrir annan mann, væri viðkomandi þræll en ekki frjáls maður.

Skoðun
Fréttamynd

Lykillinn að orku­skiptunum er úr áli

Í dag tala einhverjir um að með endurskoðun raforkusamninga við stóriðju á Íslandi megi tryggja næga orkutil framtíðar. Með því móti getum við klárað orkuskiptin í samgöngum án frekari virkjunarframkvæmda. Endurskoðun raforkusamninga undir formerkjum skerðinga leiðir einfaldlega til forsendubrests í rekstri álveranna á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

„Vitum ekkert hvað við erum að gera“

„Mér finnst ég gera lítið annað á þinginu en að innleiða einhverjar reglur frá Evrópusambandinu,“ sagði Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Bítinu á Bylgjunni 3. febrúar 2014. Þingmenn væru jafnvel að innleiða meira en þyrfti að gera vegna þess að stjórnsýslan réði engan veginn nógu vel við það verkefni að fylgjast með regluverksframleiðslu sambandsins.

Skoðun
Fréttamynd

Nýtt ör­orku­kerfi – verra þeirra rétt­læti

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG (og vissulega ráðherra félagsmála), slær sér á brjósti yfir hinum frábæru breytingum sem hann ætlar að gera á örorkulífeyriskerfinu. “95% örorkulífeyrisþega munu fá hærri greiðslur”.

Skoðun
Fréttamynd

Þurfum við að koma Ís­landi aftur á rétta braut?

Það var athyglisvert að hlusta á skilaboð Samfylkingarinnar á flokksstjórnarþingi hennar um liðna helgi. Skilaboðin voru þau að fólk biði í ofvæni eftir því að flokkurinn kæmi þeim til bjargar. Það hefði miklar væntingar til þess að flokkurinn myndi „rífa hlutina í gang og koma Íslandi aftur á rétta braut.“

Skoðun