Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Knattspyrnufólk og bransastjörnur fjöl­menntu í bíó

Goðsagnir úr heimi knattspyrnunnar í bland við þjálfara, leikmenn og bransastjörnur úr auglýsingageiranum sameinuðust í Smárabíó í gær þar sem árleg auglýsing fyrir Bestu-deildirnar var frumsýnd. Góð stemning var á sýningunni líkt og myndirnar bera með sér.

Lífið
Fréttamynd

Líkt við apa og klappað eins og hundi

Ung kona af blönduðum uppruna segir kynþáttafordóma hafa litað uppvöxt hennar og fullorðinsár á Íslandi. Hún sé því miður orðin vön rasismanum en tvö nýleg atvik knúðu hana til að stíga fram og lýsa reynslu sinni.

Lífið
Fréttamynd

„Ég get ekki gert upp á milli barna“

Hera Björk er á leið út til Svíþjóðar þar sem hún mun verða fulltrúi þjóðarinnar í Eurovision. Glaðbeitt. Hún var í hlaðvarpsþætti Einars Bárðarsonar fyrir skömmu og segist ekki geta beðið.

Lífið
Fréttamynd

Sacha Baron Cohen æfareiður út í Rebel Wilson

Bandaríski leikarinn Sacha Baron Cohen er æfareiður út í kollega sinn áströlsku leikkonuna Rebel Wilson vegna fullyrðinga um hann sem hún leggur fram í væntanlegri endurminningarbók sinni. Leikkonan segir að hún muni ekki breyta bókinni.

Lífið
Fréttamynd

Chess After Dark strákarnir boða til ein­vígis aldarinnar

Knattspyrnuáhugamenn og skákáhugamenn ættu að taka Skírdag frá. Heimir Guðjónsson, einn allra fremsti þjálfari Íslands í knattspyrnu og núverandi þjálfari FH, og Hörður Magnússon, betur þekktur sem Höddi Magg, fyrrverandi knattspyrnumaður og ástkærasti lýsir landsins, mætast í epísku hraðskákeinvígi.

Lífið
Fréttamynd

Fjandinn laus þegar máls­hættina vantar

Framkvæmdastjóri hjá Nóa Síríus segir páskaeggjavertíðinni senn lokið hjá fyrirtækinu, og að síðustu egg fari brátt úr húsi á lager fyrirtækisins. Að mörgu þurfi að huga við gerð eggjanna, en mikilvægastir séu málshættirnir. Fjarvera þeirra í eggjum landsmanna geti jafnvel eyðilagt hátíðarnar fyrir einhverjum.

Lífið
Fréttamynd

Undurfagrar páskaskreytingar

Páskarnir eru handan við hornið með tilheyrandi veisluhöldum og samverustundum. Mínímalískar og undurfagrar páskaskreytingar lífga upp á heimilið og er sannkallaður vorboði. 

Lífið
Fréttamynd

„Harry Klein“ er látinn

Þýski leikarinn Fritz Wepper er látinn, 82 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk Harry Klein í þáttunum um lögreglumanninn Derrick.

Lífið