Viðskipti erlent

Apple setur sölumet

Samúel Karl Ólason skrifar
Tim Cook heilsar upp á fólk í biðröð eftir iPhone 6.
Tim Cook heilsar upp á fólk í biðröð eftir iPhone 6. Vísir/AFP
Apple hefur selt yfir tíu milljónir iPhone 6 og 6 plus á þremur dögum, eða síðan salan hófst. Þrátt fyrir að síminn sé ekki til sölu á stærsta snjalltækjamarkaði heims, Kína.

„Salan á iPhone 6 og iPhone 6 plus fór fram úr væntingum okkar,“ segir Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple í tilkynningu frá fyrirtækinu. „Við viljum þakka viðskiptavinum okkar fyrir að gera þetta að bestu sölubyrjun fyrirtækisins og mölvað gömul met okkar með miklum mun.“

Á vef Forbes segir að fyrirtækið hafi slegið met sem sett var þegar iPhone 5 og 5s fóru fyrst í sölu. Þá seldust níu milljónir síma.

Metið var sett án þess að síminn færi í almenna sölu í Kína, sem er stærsti snjallsímamarkaður í heimi. Reiknað er með að iPhone 6 og 6 plus verði til sölu þar í fyrsta lagi í byrjun næsta árs.

Enn sem komið eru símarnir fáanlegir í tíu löndum. Bandaríkjunum, Ástralíu, Kanada, Frakklandi, Þýskalandi, Hong Kong, Japan, Púertó Ríkó, Singapúr og Bretlandi. Appe segir að í lok árs verði þeir fáanlegir í 115 löndum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×