Viðskipti erlent

Apple hefur keypt brellufyrirtæki sem kom að Star Wars

Samúel Karl Ólason skrifar
Apple hefur keyrt nýsköpunarfyrirtækið Faceshift sem kom að gerð Star Wars The Force AwakensFaceshift, sem starfrækt er í Sviss, hefur þróað hugbúnað sem fangar andlitsbrigði fólks sem hægt er að varpa á skjá með tæknibrellum í rauntíma. Kaupin fóru fram fyrr á árinu, en fengust ekki staðfest fyrr en nú.

Tækni Faceshift var notuð við gerð nýjustu Star Wars myndarinnar til að gera andlitsbrigði geimvera raunverulegri. Samkvæmt frétt Techcrunch liggur ekki fyrir hvernig forsvarsmenn Apple sjá fyrir sér að nýta Faceshift, en tæknirisinn kaupir reglulega smærri fyrirtæki.

Þó er ljóst að Apple fyrir ýmis einkaleyfi á tækni sem tengist sambærilegum tæknibrellum og fyrirtækjum sem eru sérhæfð í þessum geira. Þá hafa forsvarsmenn Faceshift rætt áður um hve vel tækni þeirra gæti nýst í tölvuleikjum, en notkunargildi hennar er þó breiðara en svo.

Hér má sjá kynningarmyndband um starfsemi Faceshift.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×