Viðskipti erlent

Apple eyðir milljörðum í gagnaver í Danmörku og á Írlandi

ingvar haraldsson skrifar
Stefnt er að því að taka gagnaverin í notkun árið 2017.
Stefnt er að því að taka gagnaverin í notkun árið 2017. vísir/getty
Apple hyggst fjárfesta fyrir 1,7 milljarð evra, ríflega 250 milljarða íslenskra króna, til þess að reisa gagnaver á Írlandi og í Danmörku. Apple segir í tilkynningu að gagnaverin muni eingöngu ganga fyrir endurnýtanlegum orkugjöfum og sjá mörg hundruð manns fyrir vinnu. Reuters greinir frá.

Gagnaverin eiga að þjónusta starfsemi Apple í gegnum netið innan Evrópu, þar á meðal iTunes Store, App Store, iMessage og Siri.

Stefnt er að því að gagnaverin verði tekin í notkun árið 2017.

„Þessi mikla nýfjárfesting er stærsta verkefni Apple í Evrópu til þessa,“ sagði Tim Cook, stjórnarformaður Apple í yfirlýsingu.

Mogens Jensen, viðskiptaráðherra Danmerkur, segir að gagnaverin verði með þeim stærstu í heimi.

Gagnaverið í Danmörku verður staðsett í bænum Foulum rétt fyrir utan Viborg en hið írska í Athenry.

Búist er við því að gagnaverin skapi bæðu um 300 störf í Danmörku og jafn mörg á Írlandi. Þá mun um 850 milljörðum evra verða varið í uppbyggingu verkefnisins á Írland og öðru eins í Danmörku. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×