Viðskipti erlent

Apple er verðmætara en Google, Twitter og McDonalds til samans

ingvar haraldsson skrifar
Tim Cook, forstjóri Apple, segir mikla sölu í Kína eiga stóran þátt velgengi fyrirtækisins að undanförnu.
Tim Cook, forstjóri Apple, segir mikla sölu í Kína eiga stóran þátt velgengi fyrirtækisins að undanförnu. vísir/afp
Apple varð í gær fyrsta fyrirtæki sögunnar þar sem heildarvirði hlutabréfa fór yfir 700 milljarða dollara, jafngildi 92.715 milljarða íslenskra króna. Við lok viðskipta í gær var heildarvirði hlutabréfa í Apple 710 milljarðar dollara, það eru 94.000.000.000.000 íslenskar krónur. 

Miðað við núverandi hlutabréfaverð í Apple er fyrirtækið verðmætara en Google, Bank of America, McDonalds og Twitter til samans. Síðan Apple var fyrst sett á markað í desember árið 1980 hefur heildarvirði hlutabréfa í fyrirtækinu hækkað um 50.600%. Wall Street Journal greinir frá.

Tim Cook, forstjóri Apple, sagði að þrátt fyrir viðvaranir um að kínverskir neytendur myndu ekki kaupa jafn dýra vöru og iPhone síma ætti mikil sala í Kína stóran þátt í velgengni fyrirtækisins að undanförnu.  „Þetta er bara kjaftæði, þetta er ekki satt,“ sagði Tim Cook, á tækni og internet ráðstefnu Goldman Sachs í San Francisco á þriðjudag. Apple seldi á síðasta ársfjórðungi fleiri snjallsíma í Kína en nokkur annar framleiðandi þrátt fyrir að selja dýrari vöru en helstu keppinautar.   


Tengdar fréttir

Apple á of mikið af peningum

Í heildina á fyrirtækið 142 milljarða dala á bók, sem samsvarar tæplega 19 þúsund milljörðum króna.

Apple skilur keppinautana eftir í rykinu

Nýjasta ársfjórðungsuppgjör Apple undirstrikar yfirburðarstöðu fyrirtækisins. Nýjar vörulínur og innreið á nýja markaði gefa tilefni til mikillar bjartsýni. Apple þarf þó að takast á við eitt stórt vandamál, fyrirtækið á einfaldlega of mikið af peningum.

Twitter kennir Apple um færri notendur

Twitter segir að nýttstýrikerfi iPhone sé ástæða þess að fjölgun notenda Twitter hefur verið hægari en búist var við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×