Viðskipti erlent

Apple ekki með einkarétt á vörumerkinu iPhone í Kína

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
iPhone eða IPHONE?
iPhone eða IPHONE? vísir/getty
Bandaríska fyrirtækið Apple tapaði á dögunum dómsmáli í Kína sem sneri að því hvort að fyrirtæki þar í landi mætti halda áfram að selja handtöskur og annan varning úr leðri undir nafninu „iPhone.“

Skemmst er frá því að Apple tapaði málinu og kínverska fyrirtækið má halda áfram að merkja vörur sínar með nafni símans en rithátturinn er annar, „IPHONE.“

Málið kom fyrst til kasta kínverskra yfirvalda árið 2012 þegar Apple fór með málið til kínversku einkaleyfisstofunnar. Ekki var fallist á málatilbúnað Apple þar svo fyrirtækið fór með málið fyrir dóm.

Niðurstaða dómsins var sem áður segir sú að Apple geti ekki átt einkarétt á vörumerkinu „iPhone“ í Kína þar sem fyrirtækið gat ekki sannað að mati dómsins að það hefði verið vel þekkt merki í landinu þegar kínverska fyrirtækið sótti um sína vörumerkjaskráningu árið 2007.

iPhone fór í sölu í Kína árið 2009 en um ári síðar fór kínverska fyrirtækið að merka vöruru sínar með nafninu „IPHONE.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×