Apple biđst afsökunar

 
Tćkni og vísindi
21:45 21. SEPTEMBER 2012
Ný kortaţjónusta Apple hefur vćgast sagt fengiđ drćmar viđtökur.
Ný kortaţjónusta Apple hefur vćgast sagt fengiđ drćmar viđtökur. MYND/AP

Tæknirisinn Apple hefur beðið viðskiptavina sína afsökunar og heitir því að uppfæra staðsetningarþjónustu sína á næstu vikum. Fyrirtækið ákvað að slíta samstarfi sínu við Google fyrir nokkru en fyrri kynslóðir iPhone snjallsímanna sem og iPad spjaldtölvanna hafa notað Google Maps kortaþjónustuna.

Þess í stað ákvað að Apple að þróa sinn eigin hugbúnað sem nú fylgir með iOS 6 stýrikerfinu sem knýr iPhone, iPad og iPod Touch.

Notendur hafa kvartað sáran undan kortaþjónustu Apple en hugbúnaðurinn þykir afar ónákvæmur. Apple hefur nú svarað gagnrýni neytenda og lofar úrbótum.

iPhone 5, nýjasti snjallsími Apple, fór í almenna sölu víða um heim í dag. Gríðarleg eftirvænting hefur verið fyrir þessu litla raftæki enda er hún langvinsælasta vara Apple. Þá söfnuðust hátt í 1.300 manns fyrir utan verslun Apple á Regent Street í Lundúnum í dag.

iPhone 5 fer í almenna sölu á Íslandi í næstu viku.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Tćkni og vísindi / Apple biđst afsökunar
Fara efst