Tónlist

Aphex Twin með bestu erlendu plötuna

Freyr Bjarnason skrifar
vísir
Syro með breska raftónlistarmanninum Aphex Twin er besta erlenda plata ársins að mati álitsgjafa Fréttablaðsins.

Platan fékk jafnmörg stig og Lost in the Dream með The War on Drugs en reglurnar eru þannig að platan sem er með fleiri tilnefningar fær hærra sæti á heildarlistanum. Syro hlaut fimm tilnefningar en Lost in the Dream hlaut fjórar og því fellur sigurinn í skaut Aphex Twin í ár.

Aphex Twinvísir/getty
Skammt undan, í þriðja sæti listans, er bandaríska tónlistarkonan St. Vincent með sína fjórðu hljóðversplötu, samnefnda henni.

Fréttablaðið leitaði til valinna sérfræðinga til þess að ganga úr skugga um það hverjar væru bestu plötur ársins 2014. Átján manns skiluðu inn listum yfir bestu erlendu plöturnar, gagnrýnendur, fjölmiðlafólk og nafntogaðir tónlistaráhugamenn. Platan sem er í efsta sæti á lista hvers og eins fær 5 stig, platan í öðru sæti 4 stig og þannig koll af kolli.

Syro með Aphex Twin er sjötta hljóðversplata raftónlistarmannsins sérvitra og sú fyrsta í þrettán ár. Platan hlaut fyrirtaks dóma í hinum ýmsu tónlistarmiðlum þegar hún kom út, þar á meðal 10/10 í Drowned in Sound, 8/10 í Clash, 4/5 í Q Magazine, 9/10 í NME og 8,7/10 á Pitchfork Media.

Hljómsveitin The War on Drugs spilaði í Vodafonehöllinni á Airwaves í ár.vísir/ernir
Þriðja plata bandarísku indírokksveitarinnar The War on Drugs hlaut einnig frábæra dóma víða um heim en sveitin steig meðal annars á svið á Iceland Airwaves-hátíðinni í Vodafonehöllinni í haust við góðar undirtektir.

Þrír flytjendur komust á topp tíu með sínar fyrstu plötur, eða enska tónlistarkonan Tahliah Debrett Barnett, betur þekkt sem FKA Twigs, breska rokkdúóið Royal Blood og bandaríski rapparinn Riff Raff.

Annars vekur athygli að 59 plötur fengu atkvæði hjá álitsgjöfunum í ár og skiptust stigin því á ansi margar hendur.

Svona gáfu álitsgjafarnir stig.

Ómar Úlfur Eyþórsson

X-ið 977

1. Royal Blood - Royal Blood

2.  Foo Fighters Sonic Highways

3.  Beck - Morning phase

4.  Parquet Courts - Sunbathing Animal

5.  Jack White - Lazaretto 



Arnar Eggert Thoroddsen

Morgunblaðið

1. Sharon Van Etten - Are We There 

2. Kate Tempest -  Everybody Down 

3. Perfume Genius - Too Bright 

4. Grouper - Ruins 

5. Kemper Norton - Loor 

María Lilja Þrastardóttir

DV

1 Aphex Twin - Syro 

2 Riff Raff - Neon Icon 

3 Ariel Pink - Pom Pom 

4 FKA Twigs - LP1

5 Taylor Swift - 1989 

Sunna Ben

Fjöllistakona

1. 18+ - Trust 

2. FKA Twigs - LP1 

3. Riff Raff Neon Icon 

4. Banks - Goddess 

5. Schoolboy Q - Oxymoron 

Kjartan Guðmundsson

Rás 1

1. Run the Jewels – Run the Jewels

2. MØ –No Mythologies to Follow 

3. Neneh Cherry – Blank Project 

4. St. Vincent –St. Vincent 

5. Lana Del Rey Ultraviolence 

Þórður Helgi Þórðarson

Rás 2

1. The Horrors - Luminous 

2. Röyksopp - The Inevitable End

3. Trust - Joyland

4. Young Fathers - Dead

5. Boris Blank - Electrified

Dr. Gunni

Tónlistarmaður

1. Ariel Pink - Pom pom

2. Ty Segall - Manipulator

3. Liars - Mess

4. Meatbodies - Meatbodies

5. Ex Hex - Rips

Trausti Júlíusson

1. Sleaford Mods –Divide & Exit

2. St. Vincent – St. Vincent

3. Aphex Twin - Syro

4. Einstürzende Neubauten - Lament

5. Jack White – Lazaretto

Kamilla Ingibergsdóttir

1. The War on Drugs - Lost In The Dream

2. FKA Twigs - LP1

3. Young Fathers - DEAD

4. Lykke Li - I Never Learn

5. Perfume Genius - Too Bright

Ósk Gunnarsdóttir 

FM 957

1. Mac DeMarco - Salad Days

2. Alt J - This Is All Yours

3. Beyoncé - Beyoncé (Platinum Edition)

4. Hozier - Hozier

5. Azelia Banks - Broke with Expensive Taste

Óli Dóri

X-ið 977

1. Lone - Reality Testing 

2. Sun Kil Moon - Benji 

3. Todd TerjeIt's - Album Time 

4. Ty Segall - Manipulator

5. Tycho - Awake

Lilja Katrín Gunnarsdóttir

Visir.is

1. St. Vincent - St. Vincent

2. Leonard Cohen - Popular Problems 

3. Thom Yorke - Tomorrow‘s Modern Boxes 

4. Taylor Swift - 1989 

5. Caribou - Our Love

Frosti Logason

X-ið 977

1. Royal Blood - Royal Blood

2. Aphex Twin - Syro

3. Crosses - Crosses

4. FKA Twigs - LP1

5. SIA - 1000 Forms Of Fear

Eva Einarsdóttir 

Varaborgarfulltrúi

1. St. Vincent - St. Vincent

2. Aphex Twin - Syro

3. Flying Lotus - You"re Dead

4. Tv on the Radio - Seeds

5. Caribou - Our Love

Björn Teitsson

Fréttablaðið

1. Perfume Genius - Too Bright

2. Lykke Li – I Never Learn

3. Blonde Redhead - Barrágan

4. Frankie Cosmos – Zentropy

5. St. Vincent – St. Vincent

Höskuldur D. Magnússon

Fréttatíminn

1. The War on Drugs - Lost in the Dream

2. Mac DeMarco - Salad Days

3. Damon Albarn -  Everyday Robots

4. King Creosote - From Scotland With Love

5. Real Estate - Atlas

Freyr Bjarnason

Fréttablaðið

1. Beck - Morning Phase

2. The War on Drugs - Lost in the Dream

3. Jack White - Lazaretto

4. Aphex Twin - Syro

5. Royal Blood - Royal Blood



Ólafur Páll Gunnarsson 

Rás 2

1. Jack White - Lazaretto

2. The War on Drugs - Lost In the Dream

3. Neil Young - Storytone

4. Robert Plant - Lullaby and the Ceaseless Roar

5. Beck Morning - Phase






Fleiri fréttir

Sjá meira


×