Handbolti

Anton og Jónas dæmdu hjá Alfreð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Anton og Jónas fengu stórt verkefni í kvöld.
Anton og Jónas fengu stórt verkefni í kvöld. vísir/stefán
Kiel og Barcelona skildu jöfn, 27-27, þegar þau mættust í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu leikinn í Sparkhassen Arena í Kiel í kvöld.

Nikola Bilyk tryggði Kiel annað stigið þegar hann jafnaði í 27-27 á lokasekúndunum.

Lærisveinum Alfreðs Gíslasonar hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel í Meistaradeildinni í vetur. Þegar einn leikur er eftir er Kiel í 5. sæti A-riðils með 12 stig.

Barcelona er hins vegar með 23 stig á toppi riðilsins. Leikurinn í kvöld var aðeins annar leikurinn í Meistaradeildinni í vetur sem Börsungum tekst ekki að vinna.

Marko Vujin og Niclas Ekberg skoruðu átta mörk hvor fyrir Kiel. Kiril Lazarov var marakhæstur í liði Barcelona með átta mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×