Handbolti

Anton og Jónas ætla ekkert að tjá sig um „markið“ | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jónas Elíasson og Anton Gylfi Pálsson þurftu ekkert aðstoð marklínutækninnar.
Jónas Elíasson og Anton Gylfi Pálsson þurftu ekkert aðstoð marklínutækninnar. vísir/valli/skjáskot
Eins og greint var frá í morgun voru Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, fremsta handboltadómarapar Íslands, sendir heim af HM kvenna í handbolta eftir stórfurðulegt atvik sem kom upp í leik Frakklands og Suður-Kóreu í gær.

Í stöðunni 6-6 skoraði Suður-Kórea mark sem Anton Gylfi dæmdi gott og gilt, en af einhverjum ástæðum var ákveðið að staðfesta markið með marklínutækninni sem var tekin í notkun á HM karla fyrr á þessu ári.

Eftirlitsdómaranum var ekki sýnt allt atvikið, að því fram kemur í yfirlýsingu Alþjóðahandknattleikssambandsins, og úrskurðaði hann boltann því ekki inn í markinu þrátt fyrir að hann væri langt fyrir innan línuna.

Leikurinn endaði með jafntefli, 22-22, og hafði þetta mark sem aldrei varð því mikil áhrif á leikinn.

Vísir hafði samband við Anton Gylfa í morgun en hann baðst undan því að tjá sig um málið. Hann sagði þá félagana ekkert ætla að tjá sig, að minnsta kosti vildu þeir melta þetta aðeins betur.

Vegna mistakanna í leiknum var ákveðið að nota marklínutæknina ekki frekar á mótinu og þá var allt starfslið leiksins; dómarar, eftirlitsdómarar og ritarar, sendir heim.

Hér að neðan má sjá atvikið sem um ræðir.

Når målteknologien svigter

Der var uenighed hos vores to eksperter i VM-studiet, da Sydkorea blev snydt for et mål mod Frankrig. Hvem har ret? Karin Mortensen eller Camilla Andersen?#DRmitVM

Posted by DR Sporten on Monday, December 7, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×