Sport

Anton hjó nærri Íslandsmeti Jakobs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Anton
Anton Sveinn McKee komst nálægt því að bæta enn eitt Íslandsmetið á sterku stundmóti í Los Angeles.

Í nótt keppti hann til úrslita í 100 m bringusundi og varð fjórði á 1:01,63 mínútum. Hann var 0,31 sekúndu frá Íslandsmeti Jakobs Jóhanns Sveinssonar í greininni.

Hann fór mikinn á mótinu í Los Angeles og tvíbætti Íslandsmetið í 200 m bringusundi auk þess sem hann bætti eigið met í 400 m skriðsundi.

Anton Sveinn hefur æft með háskólaliði í Alabama undanfarið ár og bætt sig mikið á árinu.


Tengdar fréttir

Anton Sveinn aftur með met

Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee bætti í nótt annað Íslandsmet sitt á jafn mörgum dögum. Anton Sveinn keppir á sterku boðsmóti í Los Angeles og tryggði sig inn í A-úrslit í 200 metra bringusundi á besta tímanum.

Anton Sveinn bætti metið aftur og vann

Anton Sveinn McKee bætti Íslandsmet sitt 200 metra bringusundi öðru sinni í morgun þegar hann vann sundið á sterku boðsmóti í Los Angeles með 14. besta tíma ársins í greininni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×