Innlent

Annir hjá björgunarsveitum vegna veðurs

Birgir Olgeirsson skrifar
Flest verkefnin hafa verið á Vestfjörðum og mest í Bolungarvík.
Flest verkefnin hafa verið á Vestfjörðum og mest í Bolungarvík. Vísir
Björgunarsveitir hafa víða verið kallaðar til í kvöld vegna veðurs; í Stykkishólmi, Bolungarvík, höfuðborgarsvæðinu, Garði, Patreksfirði, Ísafirði, Akranesi, Borgarnesi, Suðureyri og Reykholti.

Flest verkefnin hafa verið á Vestfjörðum og mest í Bolungarvík. Um er að ræða hefðbundin óveðursverkefni, þ.e. lausar þakplötur og þakkantar, skjólveggir að fjúka, bátar að losna  frá höfn og rúður að brotna. Á Patreksfirði hefur sveitin aðstoðað við rýmingar húsa á þremur svæðum í bænum vegna vatnavaxta og hættu á krapaflóði.

Um tugur beiðna um aðstoð hafa borist á höfuðborgarsvæðinu en minna annarsstaðar.

Hátt í eitt hundrað björgunarmenn hafa tekið þátt í aðgerðum kvöldsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×