Erlent

Annar sprengjumannanna á flugvellinum nafngreindur

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Mikill viðbúnaður er í Brussel.
Mikill viðbúnaður er í Brussel. vísir/epa
Yfirvöld í Belgíu hafa staðfest að Najim Laachraoui hafi verið annar tveggja árásarmanna á Zaventem-flugvelli í Brussel í vikunni þar sem 31 lét lífið. Hann er jafnframt talinn hafa tengst hryðjuverkaárásunum í París í nóvember. Breska ríkisútvarpið greinir frá.

Najim Laachraoui var 24 ára.vísir/afp
Í tilkynningu frá saksóknara í Belgíu segir að lífsýni úr Zaachroui hafi fundist á sprengjubúnaði sem fannst í Bataclan í París í nóvember. Þá hafi fleiri lífsýni úr honum fundist í íbúð sem árásarmennirnir héldu til í eftir hryðjuverkin í París, í suðurhluta Belgíu.

Búið er að nafngreina hinn árásarmanninn, en hann hét Brahim el-Bakroui. Ekki er búið að bera kennsl á þann sem sprengdi sig í loft upp á Malbeek-lestarstöðinni.

Þá var einn handtekinn í umfangsmikilli aðgerð belgísku lögreglunnar á lestarstöð í höfuðborginni í dag. Sá var með grunsamlegan bakpoka og neitaði að hlýða fyrirmælum lögreglu sem hóf skothríð og særði manninn. Sprengjusveit belgíska hersins var kölluð út til að rannsaka bakpokann. Sjónarvottar segja að hann hafi verið vopnaður vélbyssu en ekki liggur fyrir hvort hann tengist árásunum á þriðjudag.


Tengdar fréttir

Fundu búnað til sprengjugerðar í húsleit

Annar Bakraoui-bræðranna sagðist ráðþrota og hræddur við að lenda í fangelsi. Yfirlýsing frá Brahim Bakraoui fannst í tölvu, sem hann henti í ruslið. Fjórða mannsins er enn leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×