Körfubolti

Annar sigur meistaranna í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Spurs og Phoenix í nótt.
Úr leik Spurs og Phoenix í nótt. Vísir/Getty
San Antonio Spurs vann sinn annan leik í röð í nótt þegar meistararnir rúlluðu yfir Phoenix Suns, 101-74. Kawhi Leonard var stigahæstur með 22 stig hjá Spurs, en hann reif einnig niður tíu fráköst. Marcus Morris skoraði 19 stig fyrir Phoenix.

Það gengur ekki né rekur þessa daganna hjá Toronto sem tapaði sínum fimmta leik í röð í nótt. Liðið tapaði fyrir New York Knicks í æsispennandi leik, 103-98. Lou Williams gerði 22 stig fyrir Toronto, en hjá Knicks var það Tim Hardaway Jr. sem var stigahæstur með 22 stig.

Atlanta vann sinn fjórða leik í röð þegar þeir unnu Miami á útivelli í nótt, 93-91. Miami var að tapa sínum öðrum leik í röð, en Dwayne Wade var stigahæstur hjé Miami með 22 stig. Paul Millsap gerði einnig 22 stig, fyrir Atlanta.

Marc Gasol spilaði stóra rullu í sigri Memphis á Minnesota, 101-97. Gasol skoraði 27 stig og tók ellefu fráköst, en Andrew Wiggings gerði 25 fyrir Minnesota. Memphis er á toppi suðvestur-deildarinnar. Öll úrslit næturinnar má sjá hér að neðan.

Úrslitnæturinnar:

Detroit - Washington 95-99

Atlanta - Miami 93-91

Toronto - New York 98-103

Memphis - Minnesota 101-97

Brooklyn - Dallas 104-94

San Antonio - Phoenix 101-74

Milwaukee - Utah 75-82

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×