Erlent

Annar maður handtekinn við Hvíta húsið

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Maður sem klifraði yfir girðingu við Hvíta húsið í gær var handtekinn umsvifalaust af leyniþjónustu Bandaríkjanna. Rétt rúmum mánuði eftir að annar maður sem fór yfir girðinguna á sama stað, vopnaður hnífi komst inn í húsið án þess að vera stöðvaður.

Það atvik leiddi til þess að Julia Pierson yfirmaður leyniþjónustunnar sagði af sér.

Samkvæmt AP fréttaveitunni klifraði Dominic Adsanya yfir girðinguna í gær og var ­samstundis handsamaður af öryggismönnum sem vakta húsið og hundum þeirra. Hann var óvopnaður. Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, var í Hvíta húsinu í gær.

Á myndbandsupptökum sem fjölmiðlar í Bandaríkjunum birtu í gær sést Dominic sýni öryggismönnum að hann væri óvopnaður. Þá sparkar hann og kýlir tvo hunda sem sigað er á hann.

Maðurinn sem klifraði yfir girðinguna í síðasta mánuði heitir Omar Gonzales, en réttarhöld yfir honum standa nú yfir. Spurningir eru þó uppi um geðheilsu hans og er búið að fresta réttarhöldunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×