Erlent

Annar maður handtekinn vegna árásarinnar í Bangkok

Samúel Karl Ólason skrifar
Þetta er annar maðurinn sem er handtekinn vegna árásarinnar.
Þetta er annar maðurinn sem er handtekinn vegna árásarinnar. Vísir/AFP
Yfirvöld í Tælandi segjast hafa handtekið mann sem grunaður er um að koma að sprengjuárásinni í Bangkok fyrir tveimur vikum. Forsætisráðherra landsins tilkynnti þetta nú í morgun og sagði hann manninn hafa verið handtekinn við landamæri Tælands og Kambódíu.

Þetta er annar maðurinn sem er handtekinn vegna árásarinnar.

Prayuth Chan-ocha sagði að um erlendan mann væri að ræða og lýsti honum sem helsta sökudólgi árásarinnar. Ekki kom fram hvort að maðurinn er grunaður um að hafa komið sprengjunni fyrir.

Tuttugu manns létu lífið og fjölmargir særðust þegar sprengju var komið fyrir við Erawan hofið í Bangkok þann 17. ágúst, sem er fjölfarinn ferðamannastaður. 


Tengdar fréttir

Önnur sprengjuárás í Bangkok

Yfirvöld hafa birt mynd af manni sem sagður er hafa framið árásina í gær, þar sem tuttugu létu lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×