Erlent

Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum

Samúel Karl Ólason skrifar
Flugvélin lækkaði flugið í átta mínútur áður en hún lenti á fjallshlíð.
Flugvélin lækkaði flugið í átta mínútur áður en hún lenti á fjallshlíð. Vísir/AFP
Annar flugmaður Germanwings vélarinnar sem brotlenti í Ölpunum á þriðjudaginn var læstur út úr flugstjórnarklefanum. New York Times heldur því fram að á upptökum úr klefanum megi heyra að flugmaðurinn yfirgaf klefann áður en flugvélin hóf að lækka flugið.

Þegar hann snýr aftur bankar hann og fær ekkert svar, þá ber hann fastar á hurðina og fastar, en aldrei er honum svarað á nokkurn hátt. Að lokum reyndi hann að sparka hurðina niður án árangurs en ekkert heyrist frá hinum flugmanninum áður en vélin flýgur á fjallið.

AFP fréttaveitan segir einnig svipaða sögu, en áður en vélin lenti á fjallinu mátti heyra viðvörunarbjöllur og engin neyðarköll voru send frá vélinni.

Heimildarmenn beggja miðla segja ekki ljóst hvort að flugstjórinn eða aðstoðarflugmaðurinn hafi yfirgefið klefann. Sérfræðingar sem AFP hefur rætt við segja mögulegt að flugmaðurinn hafi verið í yfirliði, eða hann hafi verið látinn. Þá gæti þetta verið viljaverk, eða hann hafi verið neyddur til þess.

Ættingjar þeirra sem fórust með vél German Wings í ölpunum í fyrradag eru á leið á slysstaðinn til þess að votta hinum látnu virðingu sína. Móðurfélagið Lufthansa hefur boðið fólkinu að fljúga annaðhvort frá Dusseldorf eða Barcelona og til Marseille og þaðan verður fólkinu síðan ekið að slysstaðnum, þar sem 150 manns fórust.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×