Íslenski boltinn

Annar Dani til KR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Morten Beck Andersen í leik með Hobro á síðustu leiktíð.
Morten Beck Andersen í leik með Hobro á síðustu leiktíð. Vísir/Getty
KR tilkynnti á heimasíðu sinni í dag að Morten Beck Andersen, danskur framherji, er genginn til liðs við félagið.

Andersen er 28 ára gamall og var án félags. Hann var síðast á mála hjá Hobro en hefur einnig leikið með Silkeborg, Skive og AGF en Andersen er uppalinn hjá síðastnefnda félaginu.

Hann hefur á ferli sínum spilað 180 leiki í tveimur efstu deildunum í Danmörku og skorað í þeim 61 mark.

Félagið er nýbúið að ganga frá samningum við Kennie Chopart sem kom til KR frá Fjölni auk þess sem að Michael Præst kom frá Stjörnunni. Þá fékk KR einnig Indriða Sigurðsson og Finn Orra Margeirsson.

Sören Fredriksen er þó farinn frá KR sem og sóknarmaðurinn Þorsteinn Már Ragnarsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×