Fótbolti

Annað tap Granada í röð

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Sverrir Ingi í leik með Granada um síðustu helgi.
Sverrir Ingi í leik með Granada um síðustu helgi. Vísir/EPA
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í 0-2 tapi Granada gegn Villareal í hádegisleik spænska boltans en Granada situr áfram á botni deildarinnar með tíu stig að tuttugu umferðum loknum.

Sverrir Ingi lék allan leikinn í miðri vörn Granada en Lucas Alcaraz, knattspyrnustjóri liðsins, reyndist að hrista upp í hlutunum og skipti í þriggja manna varnarlínu sem virtist ætla að borga sig framan af.

Mark Bruno á 43. mínútu gerði gestunum erfitt fyrir en um miðbik seinni hálfleiks bætti Alvaro við marki fyrir Villareal og tryggði að stigin þrjú færu til Gulu kafbátanna.

Næsti leikur Granada er gegn Las Palmas eftir viku en það verður fyrsti heimaleikur Sverris í treyju Granada.

Eiga þeir framundan leiki gegn minna þekktum spámönnum í næstu þremur umferðum áður en þeir fara til Bilbao og mæta Athletic Bilbao.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×