Handbolti

Anna Úrsúla snéri aftur í sjötta tapi Gróttu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Anna Úrsúla spilaði með Gróttu í dag.
Anna Úrsúla spilaði með Gróttu í dag. vísir/vísir
Valur og Stjarnan unnu fyrstu leiki dagsins í Olís-deild kvenna; Valur vann Gróttu á meðan Stjarnan lagði Fylki af velli.

Valur vann fjögurra marka sigur á Gróttu úti á Seltjarnanesi, en staðan var 15-13 fyrir Val í hálfleik. Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði 8 mörk fyir Val, en Sunna María Einarsdóttir gerði 8 fyrir Gróttu.

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir snéri aftur í lið Gróttu, en hún skoraði tvö mörk. Hún hafði ekki spilað á tímabilinu fram að þessu, en Grótta er með tvö stig eftir sjö leiki á meðan Valur er með átta stig.

Stjarnan skaust á toppinn, tímabundið að minnsat kosti, með sínum fimmta sigri í röð. Stjarnan vann með fimm marka mun, 25-20, en staðan í hálfleik var 13-6.

Helena Rut Örvarsdóttir skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna, en Thea Imani Sturludóttir var markahæst hjá Fylki, einnig með átta mörk.

Stjarnan er á toppnum með ellefu stig, að minnsta kosti þanagð til úrslitin ráðast í leik Hauka og Selfoss og Fram og ÍBV. Fylkir er á botninum með tvö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×