Handbolti

Anna Úrsúla aftur á heimaslóðir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. Mynd/Grótta
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hefur gert tveggja ára samning við Gróttu og snýr því aftur til síns gamla félags.

Anna hefur síðastliðin fimm ár spilað með Val þar sem hún hefur verið í lykilhlutverki. Hún varð Íslandsmeistari með liðinu í vor og valin besti varnarmaður deildarinnar.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá Gróttu að henni er ætlað að fylla í skarð Lene Burmo sem er farin aftur til Noregs þar sem hún mun leika með Skrim á næsta tímabili.

Grótta endaði í fimmta sæti Olísdeildar kvenna á síðasta tímabili og spilaði til úrslita í deildarbikarkeppninni.


Tengdar fréttir

Er ekkert að pæla í handboltanum

"Ég er bara að skoða mín mál, það er ekkert ákveðið. Ég er búin að standa í flutningum undanfarnar vikur og ég hef ekkert pælt í handboltanum,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, þegar Vísir heyrði í henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×