LAUGARDAGUR 25. MARS NÝJAST 10:47

Lífeyrissjóđir, bankasala og fátćkt í Víglínunni

FRÉTTIR

Anna Sif fékk rautt spjald í tapi Nice

 
Handbolti
22:08 08. JANÚAR 2016
Arna Sif Pálsdóttir.
Arna Sif Pálsdóttir. VÍSIR/ERNIR

Íslendingaliðið Nice varð að sætta sig við þriggja marka tap á útivelli á móti Toulon, 21-18, í frönsku kvennadeildinni í handbolta í kvöld.

Landsliðskonurnar Karen Knútsdóttir og Arna Sif Pálsdóttir spila báðar með liði Nice og þetta leit allt vel út framan af leik.

Karen Knútsdóttir var næstmarkahæst í liði Nice með fjögur mörk en Arna Sif Pálsdóttir komst ekki á blað. Arna Sif fékk hinsvegar þrjár brottvísanir og endaði leikinn með rautt spjald.

Nice lenti reyndar 5-1 undir í upphafi leiks en snéri við leiknum og var þremur mörkum yfir í hálfleik, 10-7.

Nice komst síðan mest fjórum mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks, 12-8, en þá voru 25 mínútur eftir af leiknum.

Karen kom Nice í 13-10 með marki úr vítakasti þegar 22 mínútur voru eftir en þá fóru heimastúlkur í Toulon í gang.

Toulon vann síðustu tuttugu mínútur leiksins 11-5 og tryggði sér þriggja marka sigur en liðið var ekki búið að fagna sigri í fimm leikjum í röð.

Nice missti Toulon upp fyrir sig eftir þetta tap og er nú í 6. sæti sem er síðasta sætið sem gefur sæti í úrslitakeppninni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Anna Sif fékk rautt spjald í tapi Nice
Fara efst