Viðskipti innlent

Anna Karen nýr sparisjóðstjóri Suður-Þingeyinga

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Anna Karen Arnarsdóttir tekur við Sparisjóði Suður-Þingeyinga í janúar á næsta ári.
Anna Karen Arnarsdóttir tekur við Sparisjóði Suður-Þingeyinga í janúar á næsta ári.
Anna Karen Arnarsdóttir hefur verið ráðin sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Suður-Þingeyinga. Hún mun hefja störf þann 13. janúar næstkomandi. Anna Karen hefur undanfarin sex ár starfað hjá Seðlabanka Íslands, lengst af í markaðsviðskiptum og fjárstýringu.

Anna Karen er viðskiptafræðingur með MSc í fjármálum og stjórnun frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn og BSc í viðskiptafræði frá sama skóla. Auk þess hefur hún lokið iðnrekstrarfræði frá Tækniskóla Íslands.

Anna Karen er fædd á Húsavík en fluttist þaðan tveggja ára. Maki hennar er Kári Marís Guðmundsson, verkfræðingur og eiga þau þrjú börn.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×