Lífið

Sjáið myndirnar: Anna gefur út Aerial

Freyr Bjarnason skrifar
Ármann Agnarsson og tónskáldið Anna Þorvaldsdóttir í útgáfuhófinu.
Ármann Agnarsson og tónskáldið Anna Þorvaldsdóttir í útgáfuhófinu. Fréttablaðið/Vilhelm
Aerial inniheldur valin verk eftir Önnu frá undanförnum árum og flutningur verkanna er í höndum tónlistarhópsins CAPUT undir stjórn Guðna Franzsonar, Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Ilan Volkov, meðlima úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, Duo Harpverk, Nordic Affect, Tinnu Þorsteinsdóttur og Önnu Þorvaldsdóttur.

Anna hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 2012 fyrir verk sitt Dreymi. Á meðal annarra listamanna sem Universal Music Classics gefur út eru Sting, Tori Amos, Andrea Bocelli og Ólafur Arnalds.

Leikstjórinn Þorleifur Örn Arnarsson og Arnbjörg María Daníelssen.
Tui, Páll Ragnar Pálsson og Ásmundur Jónsson hjá Smekkleysu mættu í Hörpu.
Sigurður Halldórsson og Hrafn Ásgeirsson samfögnuðu Önnu.
Kennararnir frá Akranesi, Gyða Bentsdóttir og Flemming Madsen, létu sig ekki vanta.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×